Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 9

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 9
telja næga atvinnu greidda með viðhlítanlegu kaupi. Þess vegna ber kröfuna um atvinnuöryggi jafn hátt og raun ber vitni hjá verkalýðssamtökunum. Af þessum ástæðum eru það jafnan atvinnu- og kaup- kjaramálin, sem við ræðum helzt í félögum okkar og á þingum samtakanna. Og þessa þings bíður einmitt það hlutverk, að taka afstöðu til samningsumleitana fjölmargra sambands- félaga, sem nú fara fram. Samningsuppsagnir félaganna eru liður í varnarbar- áttu gegn sívaxandi dýrtíð og þverrandi kaupmætti launanna. Verkalýðssamtökin eru enn sem fyrr andvíg þessari þróun málanna, og telja baráttuna fyrir auk- inni kauphæð í krónutölu meir nauðvörn. Og þau hafa hvorki stuðlað að né veitt þessari þróun brautargengi, en orsakir þessarar þróunar í efna- hagsástandi þjóðarinnar teljum við fyrst og fremst að finna í ýmsum aðgerðum ríkisvaldsins, og það er í þess höndum, hver verður þróun þeirra samningaum- leitana, sem verkalýðsfélögin hafa tekið höndum saman um. Verði af hendi ríkisvaldsins og atvinnurekendavalds- ins hnefanum slegið í borðið og fólkinu ætlað að búa við sult og seyru, þá munu átök þau, sem fram undan eru, verða harðari en nokkru sinni fyrr í kaup- og kjaradeilum. Og hvet ég allt félagsfólk í verkalýðs- samtökunum til þess að standa sem órjúfandi heild í þessum átökum. En við vonum, að ríkisvaldið vilji skilja, að barátta okkar er fyrst og fremst og eingöngu sú, að tryggja kaupmátt launanna, þ. e. að tryggja, að samfara ört 7

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.