Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 10
fækkandi vinnustundum, sem verkamaðurinn fær,
þurfi ekki jafnhliða æ fleiri og fleiri vinnustundir til
þess að geta keypt sama magn nauðþurfta sinna. í þessu
og engu öðru liggur kjarnapunktur málsins, varðandi
samningaumleitanir þær, sem nú fara fram milli sam-
bandsfélaganna og atvinnurekenda.
Eg mun ekki á þessu stigi ræða þau margþættu mál,
sem verið hafa viðfangsefni sambandsstjórnar það kjör-
tímabil, sem nú er á enda, þar eð mörg þeirra eru rakin
í skýrslu sambandsstjórnar, er fulltrúar hafa fengið í
hendur, og undir umræðunum um hana gefst tækifæri
til að ræða þau mál nánar.
Góðir félagar. Miðstjórn sambandsins bauð Alþjóða-
sambandi frjálsra verkalýðsfélaga og verkalýðssam-
böndunum á Norðurlöndum að senda fulltrúa á þetta
þing ckkar, en hvorki Alþjóðasambandið eða verka-
lýðssamböndin á Norðurlöndum gátu komið því við að
senda fulltrúa, nema verkalýðssamband Danmerkur,
en sendu þakkir fyrir boðið í símskeytum, og árnuðu
þinginu jafnframt allra heilla. Danska verkalýðssam-
bandið sendi hins vegar fulltrúa á þingið og er mættur
ritari þess, Carl P. Jensen, sem er mörgum ykkar
kunnur frá því að hann var gestur sambandsþingsins
1946. Eg býð Carl P. Jensen hjartanlega velkominn á
þetta þing okkar og vona að honum jafnt sem okkur
megi vera ánægja af komu hans hingað.
Einnig eru gestir okkar á þinginu Ólafur Björnsson
prófessor frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja,
formaður þess, Guðbjartur Ólafsson frá Farmanna- og
fiskimannasambandi Islands, Skúli Agústsson frá Iðn-
8