Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 12
Frá Stéttasambandi bænda, Sæmundur Friðriksson.
Allir þessir fulltrúar fluttu þinginu kveðjur frá sam-
tökum sínum og árnuðu Alþýðusambandinu allra heilla.
Carl P. Jensen flutti einnig kveðjur og árnaðaróskir
frá verklýðssamböndum Noregs og Svíþjóðar.
Ræða danska fulltrúans var þýdd og endurflutt þing-
inu af Magnúsi Astmarssyni.
Er þing hafði verið sett skipaði forseti sem ritara þá
Sig. E. Breiðfjörð frá Þingeyri og Olaf Jónsson frá
Hafnarfirði. Þá skýrði forseti frá því að hann hefði,
samkvæmt lögum Alþýðusambands íslands, skipað í
eftirtaldar nefndir:
Kjörbréfanefnd: Jón Sigurðsson, Reykjavík, Frið-
leifur Friðriksson, Reykjavík, Jón Rafnsson, Reykjavík.
Dagskrárnefnd: Jón Fr. Hjartar, Flateyri, Eðvarð Sig-
urðsson, Reykjavík.
Nefndanefnd: Eggert Olafsson, Akureyri, Pétur Guð-
jónsson, Vestmannaeyjum, Gunnar Jóhannsson, Siglu-
firði, Snorri Jónsson, Reykjavík.
Samkvæmt þingsköpum Alþýðusambandsins var for-
seti sambandsins sjálfkjörinn í tvær síðasttöldu nefnd-
irnar.
Samþykkt var að senda forseta Islands, herra Asgeiri
Ásgeirssyni, kveðjur og árnaðaróskir þingsins með sím-
skeyti.
10