Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 34

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 34
Atkvæði féllu þannig, að með brottvikningunni greiddu 137 fulltrúar atkvæði, en 111 voru á móti. í byrjun þings var hverjum fulltrúa látið í té prentuð skýrsla miðstjórnar um starfsemi sambandsins milli þinga, svo og reikningar sambandsins. Kjörbréf allra kjörinna fulltrúa voru samþykkt og tekin gild. Þingið veitti viðtöku í sambandið Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna, Reykjavík. Inntökubeiðni frá Sveinafélagi gullsmiða var afgreidd með eftirfarandi tillögu: „Vegna þess að Félag gullsmiða fullnægir ekki lög- bundnum skilyrðum fyrir inntöku í A. S. I. vísar þingið inntökubeiðni félagsins til væntanlegrar sam- bandsstjórnar til athugunar og fyrirgreiðslu.“ Inntökubeiðni lá fyrir frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Um inntökubeiðnina urðu miklar um- ræður, en að þeim loknum var hún afgreidd með eftir- farandi samþykkt, er gerð var með öllum þorra at- kvæða: „Þar sem vitað er að Verzlunarmannafélag Reykja- víkur er ekki launþegafélag heldur blandað atvinnu- rekendum og launþegum, þá samþykkir þingið að sam- bandsstjóm veiti því aðeins viðtöku í A. S. í. verzlunar- mannafélagi í Reykjavík, að það sé hreint launþega- félag og að öllu leyti slitið úr tengslum við atvinnu- rekendur og samtök þeirra.“ Meðan á þinginu stóð þáðu fulltrúarnir heimboð forsetahjónanna að Bessastöðum og fór þingið þangað í þrem hópum, um 100 manns í hverjum. Allmiklar umræður urðu um skýrslur miðstjórnar 32

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.