Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Síða 38
sem leiddi af ört vaxandi dýrtíð og samdrætti atvinnu-
lífsins.
Það hefur því jafnan verið áréttað af þingum verka-'
lýðssamtakanna undanfarin ár, að þau teldu mestu
varða fyrir afkomu alls almennings, að fullkomið at-
vinnuöryggi yrði tryggt og kaupmáttur launanna auk-
inn með stöðvun verðbólgunnar og niðurfærslu dýr-
tíðar.
Af þessum sökum hafa þau beint ákveðnum sam-
þykktum sínum til ríkisvaldsins til úrbóta í þessum
efnum. En þótt mjög hafi verið daufheyrzt við sam-
þykktum þessum, hafa samtökin ekki gripið til þeirrar
nauðvarnar, sem þau telja baráttuna fyrir hækkuðu
kaupi í krónutölu vera, fyrr en útséð hefur verið um,
að aðrar leiðir væru ekki fyrir hendi.
Alþýðusambandið hefur allajafna talið það hlut-
verk sitt, að berjast fyrir afkomuöryggi alþýðu manna,
auknum réttindum henni til handa, bættum lífskjör-
um hennar og félagslegu öryggi.
Með þetta í huga ályktar 23. þing A. S. í. eftirfarandi:
Atvinnumál.
Því er yfirlýst af Alþýðusambandinu, að réttur hins
vinnandi manns til vinnunnar, sé honum helgur, og það
telur að íslenzka þjóðin hafi nú orðið yfir svo miklum
framleiðslutækjum og auðlindum að ráða, að hver
maður sem vill vinna geti átt þess kost, séu framleiðslu-
tækin nýtt til fulls, og sérhver maður geti notið rétt-
mætra launa fyrir störf sín.
Því er aðalkrafa þessa Alþýðusambandsþings, sem
hinna fyrri, að allir vinnufærir landsmenn eigi kost
36