Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 41

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 41
er nú 74,8% lengri tíma að vinna fyrir útsvari sínu en hann var að því árið 1947. Þar sem sýnt var orðið að ríkisvaldið vildi ekkert aðhafast til úrbóta á þessu ári, en stöðugt hrakaði kaup- mætti launanna, lýsir þingið yfir fullu samþykki sínu við þá ákvörðun miðstjórnar og þeirra verkalýðsfélaga, sem sagt hafa upp samningum sínum og bundizt sam- tökum um sameiginlegar aðgerðir. Þingið skorar á öll sambandsfélögin að styðja hvert annað í þeirri kjara- og mannréttindabaráttu, sem verka- lýðssamtökin eru nú að leggja út í, og heitir þeim öll- um þeim stuðningi er það hefur yfir að ráða. Þótt verkalýðsfélögin hafi nú eins cg svo oft áður verið neydd til þess að krefjast kauphækkana, lýsir þingið yfir þeirri eindreginni skoðun sinni, að æski- legra væri að jafna metin á annan hátt. En með því að það er ekki á valdi verkalýðssamtakanna, heldur í höndum Alþingis og ríkisstjórnar að gera þær ráðstaf- anir, sem jafngilda kjarabótum í hækkuðu kaupgjaldi, þá hljóta verkalýðsfélögin að marka kröfur sínar á þann veg, sem þau nú hafa gjört. I þessu sambandi vill þingið benda á, að það telur til kjarabóta fyrir allan almenning: 1. Að komið verði í veg fyrir óhóflega verzlunarálagn- ingu m. a. með ströngu verðlagseftirliti. 2. Að landbúnaðarafurðir verði lækkaðar í verði. Mætti í því sambandi taka til rækilegrar athugunar hinn mikla dreifingarkostnað, sem er á landbúnaðarvör- um. 3. Að tryggt verði nægilegt framboð nauðsynjavara á 39

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.