Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 46

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Page 46
Um hvíldartíma á togurum. 23. þing A. S. I. ályktar að skora á alþingi að sam- pykkja á yfirstandi þingi frumvarp til laga um hvílaar- dma háseta á íslenzkum togurum. Tillagan frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Um löndunarbannið í brezkum höfnum. Sökum hins ískyggilega ástands sem skapazt hefir fyrir íslenzka togaraútgerð, fyrir aðgerðir brezkra togaraeigenda um algert löndunarbann íslenzkra togara í brezkum fiskihöfnum, samþykkir sambandsþingið, að fela væntanlegri sambandsstjórn að leita stuðnings hjá Alþjóðasambandi flutningaverkamanna I. T. F., um að það beiti áhrifum sínum á brezk verkalýðsfélög og verkalýðssambönd og fái þau til stuðnings við kröfu íslenzku þjóðarinnar um afnám löndunarbannsins. Um leið er væntanlegri sambandsstjórn falið að semja glögga greinargerð til I. T. F. um verndun íslenzku fiskimiðanna og þýðingu hennar fyrir íslenzka hags- muni, sem í öllu séu sameiginlegir hagsmunum Breta. Einnig sé í greinargerðinni gerð grein fyrir mikilvægi málsins fyrir lífsafkomu íslenzka verkalýðsins og þjóðar- innar í heild. Um leið ítrekar þingið stuðning sinn við Alþingi og ríkisstjóm í þessu mikla hagsmunamáli íslenzku þjóðar- innar. Tillagan flutt af Sigurjóni Á. Olafssyni, Garðari Jóns- syni og Hálfdani Sveinssyni. Um landhelgisdeiluna. 23. þing Alþýðusambands Islands lýsir yfir einróma 44

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.