Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 51

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 51
á fullum skilningi þess, að alþýða til sjávar og sveita á fullkomna samstöðu en eru ekki tveir öndverðir aðilar. FRÁ IÐNAÐARMÁLANEFND. 1. Um að iðnaðarmálalöggjöfin sé haldin og að gleggri verkaskiptingu verði komið á. 23. þing A. S. í. skorar á ríkisstjórn og forráðamenn bæjar- og sveitafélaga að vinna að því í hvívetna og af meiri röggsemi en verið hefur til þessa, að núgildandi iðnaðarlöggjöf landsins sé framkvæmd í öllum greinum. Ennfremur beinir þingið þeim eindregnum tilmælum til væntanlegrar sambandsstjórnar, að vinna að því að koma á sem gleggstri verkaskiptingu hinna ýmsu stéttar- félaga alþýðusamtakanna, og forðast þar með hættu- lega árekstra og afleiðingar þeirra. 2. Um auknar byggingaframkvæmdir. Vegna hins geigvænlega atvinnuleysis í byggingar- iðnaðinum og þess alvarlega ástands í húsnæðismálum bæja og kauptúna landsins, skorar 23. þing A. S. I. á alþingi það er nú situr að veita: 1. Aukið framlag til verkamannabústaða. 2. Hagkvæm lán til þeirra húsabygginga, sem þegar hafa stöðvazt vegna lánsfjárskorts. 3. Fé til aukinna byggingarframkvæmda, sem að lok- inni rannsókn teldust fyrst leysa húsnæðisvandræðin t. d. fjölbýlisbyggingar. (Þ. e. 3—4 hæða hús með 30—40 íbúðum.) 49

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.