Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 53

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 53
ályktunartillögu Emils Jónssonar, sem nú liggur fyrir þinginu um afnám tolla á hráefnum til iðnaðarins og stighækkandi tolla á innfluttum iðnaðarvörum eftir því sem þær eru meira unnar. 8. Um innflutning iðnaðarvara. Þingið telur að hlúa beri að innlendum iðnaði og veita honum allt það brautargengi sem unnt er. Það átelur skefjalausan innflutning iðnaðarvara, sem full- vinna má í landinu cg eru að gæðum og verði sambæri- legar þeim iðnaðarvörum, er inn eru fluttar. 9. Um afnám söluskatts af iðnaðarvörum. 23. þing A. S. I. skorar á alþingi: 1. Að bannaður verði með öllu innflutningur á sams- konar eða svipuðum iðnaðarvörum, sem íslenzkar verksmiðjur eða vinnustofur geta framleitt handa landsmönnum og svarað geta fullkomlega eftirspurn. 2. Innflutningur á hráefnum til iðnaðarframleiðslunnar verði gefinn frjáls. 3. Söluskattur verði afnuminn. 10. Um framkvæmd iðnfræðslulaganna. 23. þing A. S. í. lýsir óánægju sinni á hinni slælegu framkvæmd iðnfræðslulaganna og bendir í því sam- bandi á, að enn hefur ekki verið komið á fullkominni framkvæmd laganna um eftirlit með verklegu námi. Enn hefur ekki heldur verið komið á leiðbeiningar- starfi um stöðuval, né heldur hæfnisprófi, svo sem lögin kveða á um. Fyrir því krefst þingið að iðnfræðsluráð láti nú þegar lögin koma til framkvæmda. 51

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.