Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Qupperneq 66
bifreiðir, þá samþykkir 23. þing Alþýðusambands ís-
lands að skora á hæstvirtan fjármálaráðherra að sjá
svo um að þungaskattur af leigubifreiðum verði ekki
innheimtur á næsta ári hærri en kr. 6,00 á hver 100 kg.
Tillagan flutt af fulltrúum bifreiðastjórafélaga.
Um rekstursvörur bifreiða.
Frá því að farið var að flytja inn varahluti til bif-
reiða á svo nefndum frjálsum gjaldeyri bátaútvegsins,
hafa allar þær vörur hækkað gífurlega mikið, er það
svo, að ógerningur er að halda bifreiðum við í því ásig-
komulagi, sem nauðsyn krefur, og í beinum afleiðing-
um af því hvað allar rekstrarvörur bifreiða hafa
hækkað hefir ökutaxti leigubifreiða hækkað verulega,
en það aftur á móti hefur haft í för með sér síminnkandi
atvinnumöguleika, bæði hvað snertir sérleyfis-, vöru-
og fólksflutningabifreiðir.
23. þing A. S. I. samþykkir því að skora á ríkisstjórn-
ina, að beita sér fyrir því, að á Alþingi því, sem nú situr,
að horfið verði frá að flytja inn rekstrarvörur bifreiða
á frjálsum gjaldeyri bátaútvegsins.
Tillagan flutt af fulltrúum bifreiðastjórafélaga.
Um skiptingu vinnu milli bifreiðastjóra.
A fundi sem haldinn var 27. nóvember 1952, með
fulltrúum, sem sitja 23. þing Alþýðusambands Islands
frá bifreiðastjórafélögum og verkalýðsfélögum sem
hafa bifreiðastjóradeildir, var einróma samþykkt að
leggja eftirfarandi ályktun fyrir 23. þing A. S. í.:
Vegna óviðunandi ástands sem nú ríkir í vinnu-
skiptasvæðum vörubifreiðastjóra, og sem ekki verður
64