Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 70

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 70
ríkislögreglumenn, t. d. svo að þeir geti innt af hönd- um löggæzlu við félagasamkomur, án þess að kraf- izt sé sérstakra greiðslna fyrir störf þeirra. 2. Að skora á lögreglustjóra og sýslumenn að láta fram- kvæma tíðari leitir að áfengi í bifreiðum við sam- komustaði eða á vegum þeim, sem liggja að sam- komustöðum. Tillagan flutt af Kristni Bjarnasyni, Asgeir Kristjáns- syni o. fl. Mótmælt hækkun afnotagjalds af útvarpi. 23. þing A. S. í. mótmælir harðlega hinni tilefnislausu hækkun afnotagjalds útvarpsins, sem tilkynnt hefur verið. Skorar þingið á menntamálaráðherra að falla frá hinni fyrirhuguðu hækkun. Tillagan flutt af Tryggva Helgasyni o. fl. Um ákvæðisvinnuverðskrá. 23. þing A. S. I. beinir því til sambandsstjórnar og sambandsfélaga að vinna að undirbúningi þess að koma inn í kauptaxta félaganna ákvæðisvinnuverðskrá, sem miðuð sé við meðalafköst í tímavinnu viðkomandi stéttarfélags. Tillagan flutt af Eggert G. Þorsteinssyni og Ólafi Pálssyni. Um nauðsyn samvinnu verkamanna og bænda um sam- eiginleg hagsmunamál. 23. þing A. S. I. skorar á sambandsfélögin og væntan- lega sambandsstjórn að leggja ríka áherzlu á að vinna að auknum skilningi verkalýðs og bænda á sameigin- legum hagsmunum alþýðunnar til sjávar og sveita. 68

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.