Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Blaðsíða 74
Um styrk frá því opinbera til atvinnujöfnunar.
Fundur haldinn í verkalýðs- og sjómannafélagi
Fáskrúðsfjarðar þriðjudaginn 18. nóv. 1952, skorar á
sambandsþingið að beita sér fyrir því við þing og stjórn,
að ef togararnir leggja upp afla sinn á þá staði, sem
atvinnuleysi er á, en eru fjarlægir fiskimiðum þeirra
og þurfa af þeim sökum að greiða þeim aukagjald, þá
greiði hið opinbera það eða að minnsta kosti verulegan
hluta af því.
Um forgangsrétt til vinnu.
23. þing A. S. I. telur sjálfsagt að öll sambandsfélögin,
hvert á sínu félagssvæði, hafi óskoraðan forgangsrétt
til allrar opinberrar vinnu, sem samningar eru gerðir
um, og gildi það jafnt um bifreiða- og verkamannavinnu,
einnig fái stjórnir félaganna heimild til vinnujöfnunar.
Tillagan flutt af Eðvald Halldórssyni o. fl.
Um réttindi félaga í sveitum.
I. 23. þing A. S. í. samþykkir að breyta ekki skipulagi
verkalýðsfélaga í sveitum landsins á þann hátt að
fækka þeim frá því sem nú er né ákveða nýjum félög-
um stærri félagssvæði en eitt hreppsfélag. Heldur ekki
með því að skerða á neinn hátt forgangsrétt verka-
lýðsfélaga sveitanna að opinberri vinnu og annarri
launaðri verkamannavinnu á félagssvæðum þeirra.
Hinsvegar séu skorður reistar við því að verkalýðs-
félög sveitanna, þ. e. a. s. þau þeirra sem enga sérsamn-
inga hafa um kaup og kjör, geti ráðið lögum og lofum
í heildarsamtökum verkalýðsins, A. S. I., t. d. með því,
72