Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Blaðsíða 76
bandsþingið og stjórn sambandsins að vinna að því að
framvegis verði vísitöluuppbót á kaup greidd eftir
framfærsluvísitölu.
Um skiptingu á vinnu.
I. Oll vinna við ríkisframkvæmdir t. d. vega- og brúa-
gerð, skiptist á milli sambandsfélaganna í réttu hlut-
falli við meðlimatölu þeirra þannig, að þau félög, sem
staðsett eru á hverju kjarasvæði, eins og þau eru
ákveðin í vegavinnusamningum, hafi forgangsrétt á
því kjarasvæði.
Tillagan flutt af Birni Kr. Guðmundssyni o. fl.
II. 23. þing Alþýðusambands Islands ályktar að fela
sambandsstjórn að hlutast til um það, að bifreiðastjóra-
félög verði ekki útilokuð frá vinnu sem framkvæmd
er við brýr og vegi af ríkisins hálfu í viðkomandi sýslu
eða héraði.
Tillagan frá Bifreiðastjórafélagi Húsavíkur.
Um töku aukagjalda af meðlimum sambandsfélaga.
Fundur haldinn í V. A. 5. nóv. 1952, samþykkir að
fara þess á leit við Alþýðusamband Islands að það taki
ákveðna afstöðu til gjalds er félagið hér hefir innheimt
af utanfélagsmönnum, er vinna hér á staðnum.
Samkvæmt fundarsamþykkt er hverjum utanfélags-
manni sem hér vinnur yfir driftartímann, gert að greiða
til V. A. 25,00. Með þessu er þeim tryggður vinnufriður
og jafnrétti við félagsmenn.
Stjórn félagsins finnst þetta gjald ekki ósanngjarnt,
74