Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Qupperneq 22
Tillaga 2, frá kjörbréfanefnd:
Kjörbréfanefnd leggur til að þingið samþykki afbrigði frá 31. grein laga ASI
þannig að kjörbréf fulltrúa aðildarfélaga sem ekki luku kosningu fulltrúa sinna
á þing ASÍ á tímabilinu 15/9-15/10 2000 verði engu að síður samþykkt.
Tillaga 3, frá kjörbréf nefnd:
Kjörbréfanefnd leggur til að þingið samþykki afbrigði frá 32. grein laga ASI
þannig að kjörbréf fulltrúa aðildarfélaga sem bárust innan 14 daga fyrir upp-
haf þings verði engu að síður samþykkt.
Hervar Gunnarsson, fyrsti varaforseti ASI, bar tillögumar undir atkvæði.
Tillaga 1 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillögur 2 og 3
voru samþykktar með einu mótatkvæði.
Síðan tók Kolbeinn Gunnarsson til við að fjalla um kjörbréf. Alls áttu 518
fulltrúar seturétt á þinginu. Nöfn þeirra og félög voru lesin upp.
Gengið var til afgreiðslu á kjörbréfum þeirra fulltrúa sem lesnir vora upp.
Hervar lýsti eftir athugasemdum. Nokkrar athugasemdir bárust þess efnis að
varamenn tækju sæti aðalmanna. Þær voru afgreiddar síðar. Kjörbréfin voru
borin undir atkvæði og samþykkt mótatkvæðalaust.
Kjör starfsmanna þingsins
Að því loknu var gengið til kosninga starfsmanna þingsins. Hervar lagði til að
forseti þingsins yrði Jón Karlsson, Vlf. Fram á Sauðárkróki. Það var samþykkt
með lófataki. Jón tók við stjóm þingsins.
Tekið var til við kosningu 2. og 3. varaforseta og skrifara. Flutt var tillaga
um fyrsta varaforseta, Rannveigu Sigurðardóttur, VR. Samþykkt með lófataki.
Lagt var til að Hákon Hákonarson félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri yrði
2. varaforseti. Samþykkt með lófataki.
Lögð var fram tillaga um skrifara þingsins: Lóu Hávarðardóttur, Verslun-
armannafélagi Suðurnesja, Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur, Vökli - Stéttarfé-
lagi, Jóhannes Halldórsson, Félagi jámiðnaðarmanna og Kristján Jóhannsson,
verkalýðsfélaginu Val, Búðardal. Samþykkt með lófataki.
Jón Karlsson þakkaði fyrir hönd starfsmanna það traust sem þeim væri
sýnt og lagði áherslu á samvinnu þingstjómar og þingfulltrúa. Hann fór yfir til-
lögur um breytingar á þingsköpum, fyrst grein 1.10. Slakað er á föstum regl-
um sem hafa verið í gildi varðandi samþykkt kjörbréfa og lögmæt forföll.
Kjörbréfanefnd þarf að meta í hverju tilviki fyrir sig hvað eru lögmæt forföll.
Síðan er nýr kafli um nefndir, 3.3, vegna þess að við skipulagningu þingsins
var ákveðið að gefa nefndum annað nafn og að einhverju leyti annað hlutverk.
í 3.5 er fjallað um verkefni nefndanna. Síðan er ný málsgrein í 5.1. um heim-
20
j