Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 27
þótt áherslan á þetta svið fari vaxandi. Óhætt er að fullyrða að markvisst starf
ASI í alþjóðamálum hafi ekki bara skilað íslenskri verkalýðshreyfingu frum-
kvæði í allri umræðu um félagslega hlið Evrópuumræðunnar og réttindamál
launafólks, heldur er staða ASI mun sterkari og vægið mun meira meðal syst-
ursamtaka okkar á Norðurlöndum og innan Evrópusamtaka launafólks en
stærð ASÍ eða þessarar þjóðar gefur tilefni til að ætla.
Auk samstarfsins innan Norræna verkalýðssambandsins og Evrópusam-
taka verkalýðsfélaga hefur Alþýðusambandið tekið þátt í störfum Alþjóða
vinnumálastofnunarinnar, ILO. ASI hefur raunar verið að auka áhersluna á
starfíð innan ILO, meðal annars með því að taka mun virkari þátt í sameigin-
legu undirbúningsstarfi Norðurlanda en áður var. Því til viðbótar hefur ASI svo
nýverið hafið þátttöku í starfi SAMAK sem er samstarfsvettvangur norrænu
alþýðusambandanna og norrænu jafnaðarmannaflokkanna.
Félagar,
Frá því við komum síðast saman í þessu húsi, fyrir fjórum árum, hafa ver-
ið gerðir tvennir megin kjarasamningar á vegum aðildarfélaga og -sambanda
ASI. Gerð er ítarleg grein fyrir gangi viðræðna og niðurstöðum samninganna
í þeim skýrslum sem þið hafið fyrir framan ykkur og er í sjálfu sér engu við
það að bæta. En ég vil samt sem áður rifja upp örfá atriði.
Kjarasamningarnir 1997 einkenndust nokkuð af því að verið var að vinna
eftir nýrri vinnulöggjöf sem gerði m.a. ráð fyrir gerð viðræðuáætlana og svo
hinu að verið var að semja um gildistöku vinnutímatilskipunar Evrópusam-
bandsins. Því gengu viðræður hægt. En í samningaviðræðunum kynntu lands-
sambönd ASI sameiginlega kjarastefnu sína til lausnar á kjaradeilunum í land-
inu. í stefnunni var fléttað saman launastefnu með sérstaka áherslu á kjarajöfn-
un og breytingar á skattkerfinu sem áttu að tryggja að markmið stefnunnar um
aukinn kaupmátt næðu fram að ganga. Það var ítrekað að þetta væri heildstæð
og raunhæf lausn og nú ylti það á atvinnurekendum og stjómvöldum hvort til
átaka kæmi á vinnumarkaði eða ekki. Þegar samningsvilji á þessum nótum
virtist ekki fyrir hendi var skorað á aðildarfélög landssambanda ASÍ að hefja
boðun aðgerða.
Eftir nokkur átök á vinnumarkaði náðust samningar þar sem stigið var eitt
stærsta skref í sérstakri hækkun lægstu launa sem stigið hefur verið á síðari
árum og launataxtar voru færðir nær greiddu kaupi. Lögð var áhersla á að
samningamir tryggðu áframhaldandi stöðugleika og þannig grundvöll kaup-
máttar.
Samningsmarkmiðin frá 1997 gengu vel eftir lengi framan af og kaupmátt-
ur jókst langt umfram það sem gerðist meðal helstu nágrannaþjóða okkar,
25