Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 27

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 27
þótt áherslan á þetta svið fari vaxandi. Óhætt er að fullyrða að markvisst starf ASI í alþjóðamálum hafi ekki bara skilað íslenskri verkalýðshreyfingu frum- kvæði í allri umræðu um félagslega hlið Evrópuumræðunnar og réttindamál launafólks, heldur er staða ASI mun sterkari og vægið mun meira meðal syst- ursamtaka okkar á Norðurlöndum og innan Evrópusamtaka launafólks en stærð ASÍ eða þessarar þjóðar gefur tilefni til að ætla. Auk samstarfsins innan Norræna verkalýðssambandsins og Evrópusam- taka verkalýðsfélaga hefur Alþýðusambandið tekið þátt í störfum Alþjóða vinnumálastofnunarinnar, ILO. ASI hefur raunar verið að auka áhersluna á starfíð innan ILO, meðal annars með því að taka mun virkari þátt í sameigin- legu undirbúningsstarfi Norðurlanda en áður var. Því til viðbótar hefur ASI svo nýverið hafið þátttöku í starfi SAMAK sem er samstarfsvettvangur norrænu alþýðusambandanna og norrænu jafnaðarmannaflokkanna. Félagar, Frá því við komum síðast saman í þessu húsi, fyrir fjórum árum, hafa ver- ið gerðir tvennir megin kjarasamningar á vegum aðildarfélaga og -sambanda ASI. Gerð er ítarleg grein fyrir gangi viðræðna og niðurstöðum samninganna í þeim skýrslum sem þið hafið fyrir framan ykkur og er í sjálfu sér engu við það að bæta. En ég vil samt sem áður rifja upp örfá atriði. Kjarasamningarnir 1997 einkenndust nokkuð af því að verið var að vinna eftir nýrri vinnulöggjöf sem gerði m.a. ráð fyrir gerð viðræðuáætlana og svo hinu að verið var að semja um gildistöku vinnutímatilskipunar Evrópusam- bandsins. Því gengu viðræður hægt. En í samningaviðræðunum kynntu lands- sambönd ASI sameiginlega kjarastefnu sína til lausnar á kjaradeilunum í land- inu. í stefnunni var fléttað saman launastefnu með sérstaka áherslu á kjarajöfn- un og breytingar á skattkerfinu sem áttu að tryggja að markmið stefnunnar um aukinn kaupmátt næðu fram að ganga. Það var ítrekað að þetta væri heildstæð og raunhæf lausn og nú ylti það á atvinnurekendum og stjómvöldum hvort til átaka kæmi á vinnumarkaði eða ekki. Þegar samningsvilji á þessum nótum virtist ekki fyrir hendi var skorað á aðildarfélög landssambanda ASÍ að hefja boðun aðgerða. Eftir nokkur átök á vinnumarkaði náðust samningar þar sem stigið var eitt stærsta skref í sérstakri hækkun lægstu launa sem stigið hefur verið á síðari árum og launataxtar voru færðir nær greiddu kaupi. Lögð var áhersla á að samningamir tryggðu áframhaldandi stöðugleika og þannig grundvöll kaup- máttar. Samningsmarkmiðin frá 1997 gengu vel eftir lengi framan af og kaupmátt- ur jókst langt umfram það sem gerðist meðal helstu nágrannaþjóða okkar, 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.