Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Blaðsíða 29
marks umsaminni launaþróun, að dregið yrði skerðingarhlutfalli barnabóta og
skerðingarmörk hækkuð, að hafin yrði vinna við endurbætt fæðingarorlof og
hafin yrði skoðun á kostum og göllum fjölþrepa skattkerfis. Með yfirlýsing-
unni var komið til móts við áherslur Alþýðusambandsins að mörgu leyti en því
miður kom í ljós að ríkisstjómin var ekki tilbúin til að taka á kjörum aldraðra
og öryrkja. Þar er sérstakt áhyggjuefni staða þeirra hópa sem aðeins fá greiðsl-
ur frá almannatryggingakerfinu. En annað er að skila sér: Við höfum þegar séð
boðaðar breytingar á barnabótum og breytt fæðingarorlof hefur verið lögfest.
Félagar,
Síðustu kjarasamningar snerust um margt fleira en krónur og aura. Víða var
samið um margvísleg önnur mál og má nefna breyttan veikindarétt og viðbót-
ar lífeyrisspamað. Ég vil þó nefna menntamálin sérstaklega. Með samningun-
um var komið á fót öflugum starfsmenntasjóðum almenns launafólks og versl-
unarfólks sem miklar vonir eru bundnar við. Þessi ánægjulegu tíðindi endur-
spegla þá síauknu áherslu sem hreyfingin hefur lagt á menntamálin á undan-
förnum árum enda er bætt menntun, starfsmenntun og þjálfun, undirstaðan að
sterkari stöðu launafólks á vinnumarkaði í framtíðinni. A þessu tímabili átti
verkalýðshreyfíngin líka þátt í stofnun MENNTAR, nýs samstarfsvettvangs at-
vinnulífs og skóla. Með stofnun MENNTAR var verið að staðfesta vilja at-
vinnulífsins í heild, stærstu heildarsamtaka launafólks og atvinnurekenda á al-
mennum vinnumarkaði, til að koma sameiginlega að uppbyggingu og þróun
menntunar með virkari hætti en áður og taka um leið á sig ríkari ábyrgð og
skyldur í þeim efnum. Með stofnun MENNTAR var verið að staðfesta að nýj-
ar áherslur og nýjar kröfur kalli á öflugri vettvang fyrir samstarf atvinnulífs og
skóla til að eiga skoðanaskipti og miðla af reynslu og þekkingu, takast á við
sameiginleg verkefni og ryðja nýjar leiðir í uppbyggingu og þróun menntunar.
Ég hef ekki vikið sérstaklega að öflugu starfi Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu, Félagsmálaskóla alþýðu og Mímis - Tómstundaskólans að
fræðslu- og menntamálum en um það má meðal annars lesa í framlögðum
skýrslum. MFA hefur aukið áhersluna á að skipuleggja lengra starfsnám og
tekist vel. MFA skólinn fyrir atvinnulausa hefur einnig sannað sig sem mjög
gott úrræði en það hefur sýnt sig að um 80% nemenda fá vinnu eftir skólann
og halda henni áfram. En ég vil þó geta sérstaklega um öflugt starf að félags-
málafræðslu og vel heppnaða uppstokkun á formi Félagsmálaskóla alþýðu.
Þar hafa annir verið styttar í viku og eitt afmarkað viðfangsefni tekið fyrir í
hvert sinn. í kjarasamningunum 1997 var einnig samið um aukinn rétt trúnað-
armanna til að sækja sér félagsmálafræðslu.
Aukinni áherslu á félagsmálafræðslu ber að fagna og það er því ánægjulegt
27