Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Qupperneq 57
Kjör varaforseta
Kjörnefnd gerði tillögu um Halldór G. Björnsson sem varaforseta ASÍ. Þing-
forseti lýsti eftir öðrum framboðum, en engin bárust. Halldór Bjömsson, Efl-
ingu - Stéttarfélagi, var því lýstur rétt kjörinn varaforseti Alþýðusambands Is-
lands.
Miðstjórnarkjör
Kjömefnd gerði tillögu um eftirtalda sem aðalmenn til ársfundar árið 2002:
Bjöm Snæbjömsson, Finnbjörn A. Hermannsson, Ingibjörgu R. Guðmunds-
dóttur, Níels S. Olgeirsson, Pétur A. Maack og Sigurð Bessason. Til ársfundar
2001: Þórunni Sveinbjörnsdóttur, Gunnar Pál Pálsson, Guðrúnu Erlingsdóttur,
Sævar Gunnarsson Jón Inga Kristjánsson, Pétur Sigurðsson og Kristján Gunn-
arsson.
Aðrar tillögur um aðalmenn í miðstjórn
Georg Þorvaldsson, Vilhjálmur Birgisson, Valdimar Guðmannsson, Björn
Ólason og Ásdís Guðmundsdóttir gerðu tillögu um Arnar G. Hjaltalín úr Vest-
mannaeyjum til 2002. Jóhann Páll Ámason gerði tillögu um Óskar Stefánsson,
formann Sleipnis. Fulltrúar Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, FÍH, Félags ís-
lenskra leiðsögumanna, Flugfreyjufélagsins, Flugvirkjafélagsins, Verkal. og
sjómannafélags Álftfirðinga, Verkal. og sjómannaf. Tálknafjarðar, Vlf. Pat-
reksfjarðar og Vlf. Skjaldar á Flateyri gerðu tillögu um Borgþór Kjærnested,
formann Félags leiðsögumanna til 2002.
Óskar Stefánsson bað um orðið og kvaðst draga nafn sitt til baka, enda
stæði Bifreiðafélagið Sleipnir að baki tillögu um Borgþór Kjærnested.
Nokkur orðaskipti urðu um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar. Jón Guð-
mundsson, Vlf. Fram á Seyðisfirði taldi að kjósa ætti í tvennu lagi, þ.e. annars
vegar þá fulltrúa sem væru kjörnir til eins árs og hins vegar þá sem kjömir
væm til tveggja ára. Þetta taldi hann rétta aðferð, því það gæfi möguleika á því
að kjósa þá sem ekki næðu kjöri í fyrra kjörinu í því síðara. Þingforseti taldi
að kjósa ætti í einu lagi, menn væru annað hvort í framboði til eins árs eða
tveggja. Að lokum bar hann þennan skilning undir þingheim, sem staðfesti
hann með miklum meirihluta.
Til áréttingar lýsti Jón eftirfarandi menn sjálfkjörna til miðstjórnar til eins
árs: Guðrúnu Erlingsdóttur Verslunarm.fél. Vestmannaeyja, Gunnar Pál Páls-
son VR, Jón Inga Kristjánsson Vlf. Norðfirðinga, Kristján Gunnarsson Verkal.
og sjómannafél. Keflavíkur og nágrennis, Pétur Sigurðsson Vlf. Baldri ísafirði,
Sævar Gunnarsson Sjómannasambandinu og Þórunni Sveinbjörnsdóttur Efl-
ingu - Stéttarfélagi.
Þá var gengið til kosninga. í framboði til tveggja ára setu í miðstjórn voru
55