Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 61
Það er margt sem knýr á um skipulagsbreytingar nú: Við getum ekki leng-
ur horft upp á að sífellt fleira launfólk standi utan stéttarfélaga og utan við
heildarsamtök launafólks á meðan deilur um skipulagsmál hindra okkur í því
að stækka og efla samtök okkar. Alþýðusambandið verður að búa við skipulag
sem gerir því kleift að ná til nýrra hópa á vinnumarkaði og bregðast við breytt-
um aðstæðum. Það gengur ekki að á sama tíma og stjómvöld sýna verkalýðs-
hreyfingunni afskiptaleysi og atvinnurekendur sameina krafta sína í ein heild-
arsamtök, skuli tortryggni og deilur einkenna samstarf aðildarfélaga Aiþýðu-
sambandsins.
Ég tel mjög mikilvægt, kannski mikilvægara en nokkru sinni fyrr, að okk-
ur auðnist að komast í gegnum þessa umræðu og þetta þing með sameiginlega
ákvörðun sem víðtæk sátt ríkir um. Við þurfum að auka samhug og samheldni
í framtíðinni. Þær tillögur um breytingar á skipulagi og starfsháttum ASI sem
hér eru lagðar fram eiga sér langan aðdraganda.
Miklar umræður hafa verið um skipulagsmál Alþýðusambandsins, allt frá
síðasta þingi, og raunar mun lengur. A sama tíma hafa orðið miklar breyting-
ar á öllu starfsumhverfi Alþýðusambandsins og nýjar kröfur verið gerðar til
þess og aðildarfélaganna sem gera það óhjákvæmilegt að endurskoða skipulag
og starfshætti. Þar má nefna að félagsmenn gera sífellt meiri kröfur um marg-
víslega aðstoð, þjónustu og öflugra starf.
Breytingar á alþjóðlegu umhverfi hafa einnig valdið miklum breytingum á
starfsumhverfi okkar. Flæði fjármagns og flutningar fyrirtækja þýða að efna-
hagsleg landamæri eru vart til lengur. Vinnumarkaður er einnig orðinn alþjóð-
legur og íslenskur vinnumarkaður er orðinn hluti af þeim evrópska. Auk þess-
ara beinu áhrifa alþjóðavæðingar á íslenskan vinnumarkað verða stöðugt
breytingar í öllu atvinnulífi. Nýjar starfsgreinar hafa orðið til og aðrar ger-
breyst, ný störf verða til og önnur hverfa.
Allt hefur þetta áhrif á réttindi og stöðu launafólks, ekki síst hvað varðar
eðli ráðningarsambands og ákvörðun kjara. Allar þessar breytingar kalla á
virkara samstarf innan verkalýðshreyfingarinnar og virkara alþjóðasamstarf á
sama tíma og félögin verða að mæta kröfum félagsmanna sinna um öflugra
starf á heimavelli. Verkalýðshreyfingin, hvort sem við lítum til heildarsamtak-
anna, stéttarfélaganna eða sambanda þeirra, verður að rísa undir þessu verk-
efni.
Einstök stéttarfélög hafa verið að bregðast við breyttum aðstæðum á und-
anförnum árum með því sameiningu og stækkun eininga, með rekstri sameig-
inlegra þjónustuskrifstofa og auknu samstarfi. Ekki hefur hins vegar verið tek-
ið á skipulagi og starfsháttum heildarsamtakanna, ASI, en nú er svo komið að
59