Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 64
slíkar aðstæður verður einfaldlega eftir og ekkert hlutskipti get ég hugsað mér
nöturlegra fyrir það róttæka framfaraafl sem samtök launafólks hafa verið alla
20. öldina. Ef við ljúkum hins vegar þessu mikilvægasta verkefni okkar mun-
um við búa að mun öflugri og samstæðari verkalýðshreyfingu og þar með öfl-
ugri stéttarfélögum og samböndum.
Ég minni á að heildarsamtök launafólks á borð við ASÍ og landssambönd
þess verða til af nákvæmlega sömu ástæðu og launafólk kaus að skipuleggja
sig í stéttarfélög í upphafi: Við erum sterkari sameinuð í félagsskap heldur en
hvert fyrir sig. Sameinað afl fjöldans er styrkur hvers einstaklings og styrkari
einstaklingar auka afl fjöldans. I þeim slag sem gæti verið framundan um sjálf-
an tilverugrundvöll verkalýðshreyfingarinnar er aðeins eitt sem tryggir styrk
okkar: Almenn félagsaðild launafólks að stéttarfélögunum og vilji fólks til að
taka þátt í þeim. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og nú er kom-
inn tími til að við þéttum raðirnar.
Þessi tillaga grundvallast á því að innan heildarsamtaka launafólks sé rík-
ur vilji til þess að leysa mál á félagslegum grundvelli - að við, heildarsamtök
íslensks launafólks, ætlumst til þess að verkefni séu leyst félagslega, jafnt í
samstarfi aðildarfélaganna sem í starfinu innan einstakra stéttarfélaga. Við
erum með öðrum orðum að kalla eftir ákveðnu viðhorfi og vilja allra hlutað-
eigandi til að færa öll samskipti og samstarf til betra og farsælla horfs.
Félagar,
Við skulum hafa það hugfast að þessi tillaga sem hér liggur frammi er ekki að-
eins tillaga að breyttu skipulagi og starfsháttum heldur er þetta ákall um
BREYTTAN HUGSUNARHÁTT!
Að lokinni framsögu forseta tók til máls Ástráður Haraldsson, lögfræð-
ingur ASI, sem kynnti frumvarp að nýjum lögum og samstarfssamningi. Ást-
ráður sagði markmið breytinganna, eins og sambandsstjóm skilgreindi þær, að
allt launafólk hér á landi ætti aðild að stéttarfélagi. Fjöldaaðildin væri ekki
sjálfsögð eins og sjá mætti víða í öðrum löndum. Hlutverk ASÍ væri að stuðla
að áframhaldandi fjöldaaðild hér á landi. Til þess þyrftu stéttarfélögin að vera
virk og starfa lýðræðislega sem væri markmið breytinganna. Annað markmið
væri að öll stéttarfélög ættu aðild að ASÍ. Með því væri gert ráð fyrir að ASÍ
væri friðarsáttmáli um þau grundvallaratriði sem sameinuðu fjölda stéttarfé-
laga. Launafólk gæti áfram átt málsvara sem hefði afgerandi áhrif á þróun
samfélagsins.
Ástráður sagði það vera verkefni þessa þings að skapa nýja verkalýðshreyf-
ingu fyrir nýja öld. Hann ítrekaði að skipulagið sem fælist í tillögunum væri
62