Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Blaðsíða 73
til að koma fram - e.t.v. of seint, þ.e. þegar samdráttur væri orðinn og aðgerð-
imar gerðu þannig illt verra.
Enn annað hættumerki í hagkerfinu er framleiðni. Góðærið hefur ekki skil-
að mikilli framleiðniaukningu, þ.e. ekki annarri aukningu en þeirri sem stafar
af auknum tekjum. Verði samdráttur þá dregst framleiðni saman. Síðasta
hættumerkið sem Rannveig fjallaði um er verðbólga. Hún lýsti þróuninni frá
því í janúar 1997. Hún sagði að ef gripið hefði verið til viðeigandi aðgerða
þegar hættumerkin fóru að birtast haustið 1998, hefðum við losnað við mikinn
hluta þeirrar verðbólgu sem við höfum búið við á undanfömum mánuðum.
Rannveig benti á hvaða þættir hafa haft mest áhrif á verðbólguna. Þar er um
að ræða húsnæði, aðra þjónustu, bensín og innfluttar vörur, opinber þjónusta
o.fl.
Jafnframt sagði Rannveig fjögur atriði skipta máli um þróun næstu mán-
aða. I fyrsta lagi er það gengisþróunin, í öðru lagi bensínverð. I þriðja lagi
skiptir launaskrið miklu máli. í fjórða lagi þarf að fylgjast vel með þróun hús-
næðisverðs.
Að lokum ræddi Rannveig um það hvort verðbólga færi nógu mikið niður
á næstu mánuðum til að ekki reyndi á uppsagnarákvæði kjarasamninga. Hún
sagði að það þyrfti að spyma við fótum á fleiri vígstöðvum en í Seðlabankan-
um og hjá verkalýðshreyfingunni. Ríkisstjómin þyrfti að taka á með þessum
aðilum og þeim aðilum öðrum sem bent hafa á hættumerkin ef það ætti að ná
mjúkri lendingu í efnahagslífinu.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir hafði framsögu um atvinnu- og velferðarmál.
Ingibjörg sagði marga ólíka þætti þurfa að vinna saman til þess að ná fram
meginmarkmiðum verkalýðshreyfingarinnar, sem eru að tryggja félagsmönn-
um og fjölskyldum þeirra góð lífskjör og öryggi á öllum æviskeiðum. Undir-
stöðuna sagði Ingibjörg vera heilbrigt atvinnulíf sem býður launafólki upp á
góð störf, stendur undir háu launastigi og með hóflegum vinnutíma og þét-
triðnu réttindaneti sem tryggir fólki það að geta sinnt fjölskylduábyrgð sam-
hliða starfi og námi.
Ingibjörg sagði hagvöxt þurfa að vera stöðugan, þannig að unnt væri að
byggja upp kaupmátt launafólks. Undanfarinn áratug höfum við kynnst áhrif-
um mikilla hagvaxtarsveiflna á kaupmátt. Þensluástand í hagkerfinu hafi birst
í miklum viðskiptahalla og hárri verðbólgu en ríkisstjórnin hafi ekki nýtt hag-
stjórnartæki sín, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir aðila vinnumarkaðarins, Seðla-
banka og Þjóðhagsstofnunar.
Ingibjörg ræddi um þá kjarasamninga sem gerðir hefðu verið á almennum
vinnumarkaði síðastliðið vor og tryggingarákvæðin sem í flestum þeirra eru.
71