Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Qupperneq 75
þessu sambandi og flutningur einstakra fyrirtækja og stofnana sé ekki sú lausn
sem dugi, því fólk vilji og þurfi fjölbreytni í atvinnulífi.
Nokkrar umræður urðu um málið. Til máls tóku: Árni G. Jónsson, Verka-
lýðsfélagi Húsavíkur, Þorbjörn Guðinundsson, Samiðn og Gylfi Páll
Hersir, Eflingu - stéttarfélagi.
Árni G. Jónsson flutti eftirfarandi tillögu:
39. þing ASI haldið í Digranesi, Kópavogi, dagana 13.-16. nóvemher 2000
felur miðstjórn ogforseta að vinna að því aðfá löggjafarvaldið til að setja
atvinnurekendum nokkuð skýrar reglur varðandi fjölskyldu og önnur náin
œttartengsl í verkstjórn á opinberum vinnustöðum. Oftar en ekki geta slík
tengsl leitt af sér óeðlilega mismunum starfsfólks innan vinnustaðarins.
Slík löggjöf gœti bætt vinnuandann til hagsbóta fyrir bœði starfsfólkið og
atvinnurekandann.
Við síðari umræðu hafði Björn Snæbjörnsson, Einingu - Iðju, framsögu. I
máli hans kom fram að á milli 70 og 80 þingfulltrúar hefðu tekið þátt í störf-
um nefndarinnar og umræður verið líflegar. Nefndin gerði nokkrar tillögur að
viðbótum og orðalagsbreytingum við tillögu miðstjórnar. Jafnframt lagði
nefndin fram tillögu um að þingið lýsti yfir fullum stuðningi við Bifreiða-
stjórafélagið Sleipni í þeirri vinnudeilu og málaferlum sem það átti þá í við
vinnuveitendur og tillögu um að þingið lýsi yfir fullum stuðningi við baráttu
kennara fyrir bættum kjörunt.
Nokkrar umræður urðu urn tillögur nefndarinnar. Til máls tóku: Oskar
Vigfússon, Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, sem lagði til að tillögu um stuðning
við baráttu kennara yrði vísað frá; Elías Björnsson, Sjómannafélaginu Jötni,
sem kynnti tillögu að ályktun unt stjórn fiskveiða; Örn Friðriksson, Félagi
jámiðnaðarmanna, sem tók undir sjónarmið Óskars Vigfússonar og gerði at-
hugasemdir við orðalag í tillögu miðstjórnar; Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, sem kvaðst ekki treysta sér til að greiða atkvæði með stuðningsyfirlýs-
ingu við kennara eins og hún væri orðuð í tillögunni; Sigurður Bessason, Efl-
ingu - stéttarfélagi, sem fjallaði um tillögu um stuðning við baráttu kennara og
rifjaði upp söguna frá síðustu samningum á undan þeim sem voru undirritaðir
í vor. Hann tók jafnframt undir sjónarmið fyrri ræðumanna og lagði til breyt-
ingu á orðalagi tillögunnar. Næst tók til máls Þórunn Kristjánsdóttir, Verka-
lýðsfélaginu Stjörnunni, sem fjallaði um baráttuaðferðir kennara og sagði að-
gerðir þeirra bitna sérstaklega á landsbyggðarfólki og lagði til að tillögunni
yrði vísað frá. Því næst tók til máls Valgeir Jónasson, Félagi rafeindavirkja,
sem sagði tillöguna snúast um að styðja baráttu kennara en ekki að lýsa yfir
73