Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Blaðsíða 76
stuðningi við kröfur þeirra. Hann benti jafnframt á að það væri gífurlegur
kostnaður fólginn í því fyrir þjóðfélagið að hafa starfshópa eins og kennara í
löngu verkfalli. Næstur sté í pontu Gylfí Páll Hersir, Eflingu - Stéttarfélagi,
sem lagði til að allar tillögur þingnefndar væru samþykktar. Þar á eftir Hrafn-
kell A. Jónsson, Verkalýðsfélagi Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar, sem tók
undir með Gylfa Páli og ræddi jafnframt um fiskveiðistjórnarkerfið og
byggðamál. Auk þess tóku til máls Stella Steinþórsdóttir, Verkalýðsfélagi
Norðfirðinga, sem kvaðst styðja tillöguna um stuðning við kennara, Njörður
Helgason, Bárunni - Þór, sem kvaðst andvígur stuðningsyfirlýsingu við kenn-
ara, Hreinn Jónsson, Eflingu - Stéttarfélagi, sem lagði til að tillögur nefndar-
innar yrðu samþykktar, Jón Guðmundsson, Vlf. Fram, Seyðisfirði, sem tók
undir tillögu til stuðnings baráttu kennara, Pétur Sigurðsson, Vlf. Baldri á
Isafirði, sem kvaðst styðja tillögu um stuðning við baráttu kennara og kynnti
dagskrártillögu þess efnis að þegar yrði gengið til atkvæða um tillöguna. Þing-
forseti úrskurðaði að þegar skyldi gengið til atkvæða um tillöguna, samkvæmt
dagskrártillögu Péturs Sigurðssonar og var það gert.
Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 189, en nei sögðu 110.
Umrœður um efnahags- atvinnu- og velferðarmál
Til máls tók Jóhann Páll Símonarson, Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem
ræddi um tryggingaákvæði þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið, Signý
Jóhannesdóttir, Vlf. Vöku, sem fagnaði því að tillaga um stuðning við baráttu
kennara hefði verið samþykkt, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Félagi
byggingamanna í Eyjafirði, sem flutti tillögu um breytingu á tillögu miðstjóm-
ar og Kristján Árnason, Eflingu - Stéttarfélagi, sem gerði að umtalsefni til-
lögu um stuðning við baráttu kennara.
Þingforseti úrskurðaði að tillaga Elíasar Bjömssonar um stjóm fiskveiða
væri ekki tæk til umræðu og afgreiðslu, því hún væri of seint fram komin.
Gengið var til atkvæða um framkomnar tillögur, að undanskilinni tillög-
unni um stuðning við baráttu kennara sem hafði þegar verið afgreidd, í sam-
ræmi við samþykkta dagskrártillögu.
Fyrst vom greidd atkvæði um tillögu um stuðning við Bifreiðastjórafélag-
ið Sleipni. Hún var samþykkt samhljóða. Því næst voru greidd atkvæði um
breytingartillögu Guðmundar Ómars Guðmundssonar við tillögu miðstjómar.
Tillagan var felld með 76 atkvæðum gegn 68. Þá vom greidd atkvæði um til-
lögu miðstjórnar um velferðarmál, með þeim breytingum sem nefnd þingsins
hafði lagt til. Tillagan var samþykkt samhljóða. Því næst var gengið til at-
kvæða um tillögu miðstjórnar um efnahags-, kjara- og atvinnumál, með áorðn-
um breytingum í meðförum þingnefndar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
74