Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 78

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 78
Framsögu um nefndarálit höfðu Kristín Björnsdóttir, Verslunarmannafé- lagi Austurlands og Halldór Jónasson, Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Nefndin gerði tillögur um nokkrar orðalagsbreytingar, auk þess sem bætt var inn nokkrum atriðum varðandi fullgildingu ILO-samþykkta, réttindi sjómanna og fleira, auk orðalagsbreytinga. Halldór gerði grein fyrir tillögu réttindanefndar varðandi breytingu á tillögu um vinnuverndarmál. Nefndin lagði til að tillag- an yrði samþykkt svo breytt. Samþykktir þingsins í vinnuréttar- og vinnuverndarmálum eru í Þingtíð- indum. Jafnréttis- og fjölskyldumál Þórunn Sveinbjörnsdóttir hafði framsögu við fyrri umræðu. Hún fór yfir þann árangur sem hefði náðst að undanfömu í þessum málaflokki, ekki síst fyrir tilstuðlan ASI. Lögð hefði verið megináhersla á að lengja verulega orlofs- rétt foreldra, einkum feðra og að greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi yrðu hækkaðar með því að tekjutengja þær. Einnig hefði verið lögð áhersla á að tek- ið verði upp foreldraorlof á launum. Jafnframt hafi verið lögð áhersla á að auka sveigjanleika til töku fæðingar- og foreldraorlofs og að réttarstaða foreldra í fæðingar- og foreldraorlofi verði treyst. Mikil vinna hefði verið unnin á vett- vangi ASI, þar sem m.a. hafi verið reiknaður kostnaður við mismunandi út- færslur. Þórunn sagði nýsamþykkt lög að miklu leyti mótuð af áherslum og vinnu ASI og að sambandið mætti ekki gleyma að halda hlut sínum í þessu máli á lofti. Þórunn sagði verkefnin á næstu misserum fyrst og fremst snúast um að kynna launafólki þann rétt sem það hafi fengið með nýju lögunum, svo að markmið laganna nái að ganga fram. Þar þurfi að fara fram kynning á aðferð- arfræðinni í sambandi við undirbúning orlofstökunnar, en einnig að hvetja feð- ur og verðandi feður til að nýta sér rétt sinn til að samræma atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð. Hún minnti á að reynsla Norðmanna hafi sýnt að þátttaka feðra í fæðingarorlofi hafi aukist í um 70% við það að norskir feður fengu mánaðarorlof á launum. Þórunn fjallaði því næst um kynbundinn launamun og sagði útrýmingu hans eitt brýnasta viðfangsefnið í náinni framtíð. Búið sé að greina vandann að miklu leyti en nú þurfi að ná sátt um aðgerðir, m.a. kynhlutlaust starfsmat. í framhaldinu fjallaði hún um atvinnuþátttöku kvenna hér á landi sem er yfir 80% og með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Fjölskylduvæn starfs- mannastefna hljóti því að vera forgangsatriði í vinnu Alþýðusambandsins. Jafn réttur og jöfn tækifæri kvenna og karla til launa og starfa væru grundvallar- 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.