Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 78
Framsögu um nefndarálit höfðu Kristín Björnsdóttir, Verslunarmannafé-
lagi Austurlands og Halldór Jónasson, Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Nefndin
gerði tillögur um nokkrar orðalagsbreytingar, auk þess sem bætt var inn
nokkrum atriðum varðandi fullgildingu ILO-samþykkta, réttindi sjómanna og
fleira, auk orðalagsbreytinga. Halldór gerði grein fyrir tillögu réttindanefndar
varðandi breytingu á tillögu um vinnuverndarmál. Nefndin lagði til að tillag-
an yrði samþykkt svo breytt.
Samþykktir þingsins í vinnuréttar- og vinnuverndarmálum eru í Þingtíð-
indum.
Jafnréttis- og fjölskyldumál
Þórunn Sveinbjörnsdóttir hafði framsögu við fyrri umræðu. Hún fór yfir
þann árangur sem hefði náðst að undanfömu í þessum málaflokki, ekki síst
fyrir tilstuðlan ASI. Lögð hefði verið megináhersla á að lengja verulega orlofs-
rétt foreldra, einkum feðra og að greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi yrðu
hækkaðar með því að tekjutengja þær. Einnig hefði verið lögð áhersla á að tek-
ið verði upp foreldraorlof á launum. Jafnframt hafi verið lögð áhersla á að auka
sveigjanleika til töku fæðingar- og foreldraorlofs og að réttarstaða foreldra í
fæðingar- og foreldraorlofi verði treyst. Mikil vinna hefði verið unnin á vett-
vangi ASI, þar sem m.a. hafi verið reiknaður kostnaður við mismunandi út-
færslur. Þórunn sagði nýsamþykkt lög að miklu leyti mótuð af áherslum og
vinnu ASI og að sambandið mætti ekki gleyma að halda hlut sínum í þessu
máli á lofti.
Þórunn sagði verkefnin á næstu misserum fyrst og fremst snúast um að
kynna launafólki þann rétt sem það hafi fengið með nýju lögunum, svo að
markmið laganna nái að ganga fram. Þar þurfi að fara fram kynning á aðferð-
arfræðinni í sambandi við undirbúning orlofstökunnar, en einnig að hvetja feð-
ur og verðandi feður til að nýta sér rétt sinn til að samræma atvinnuþátttöku og
fjölskylduábyrgð. Hún minnti á að reynsla Norðmanna hafi sýnt að þátttaka
feðra í fæðingarorlofi hafi aukist í um 70% við það að norskir feður fengu
mánaðarorlof á launum.
Þórunn fjallaði því næst um kynbundinn launamun og sagði útrýmingu
hans eitt brýnasta viðfangsefnið í náinni framtíð. Búið sé að greina vandann að
miklu leyti en nú þurfi að ná sátt um aðgerðir, m.a. kynhlutlaust starfsmat. í
framhaldinu fjallaði hún um atvinnuþátttöku kvenna hér á landi sem er yfir
80% og með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Fjölskylduvæn starfs-
mannastefna hljóti því að vera forgangsatriði í vinnu Alþýðusambandsins. Jafn
réttur og jöfn tækifæri kvenna og karla til launa og starfa væru grundvallar-
76