Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 80
hljómgrunn í samfélaginu og verkalýðshreyfmgin þyrfti að taka forystu við að
þrýsta á um að þessum viðhorfum og sjónarmiðum verði breytt í aðgerðir og
hrint í framkvæmd.
Brýnustu verkefnin væru að taka virkan þátt í umræðunni um menntamál.
Alþýðusambandið ætti að vera opinn vettvangur skoðanaskipta um menntamál
og koma fram sem málsvari gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum. Að-
ildarfélög og -sambönd ættu einnig að efla samstarf inn á við að menntamál-
um, miðla hverju öðru af reynslu og þekkingu og taka þátt í erlendu samstarfi
um menntamál. Það þyrfti að efla fræðslu og þekkingu þeirra sem eru í for-
ystu. Lykilverkefnið væri þó að vinna að því að efla möguleika þeirra sem hafa
minnsta formlega menntun að baki.
Til máls við fyrstu umræðu tók Þórunn Sveinbjarnardóttir, Eflingu -
Stéttarfélagi, sem ræddi um starfsgreinaráðin og nám sem er verið að móta um
umönnun aldraðra og fatlaðra og fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum.
Elínbjörg Magnúsdóttir hafði framsögu við aðra umræðu. Alls tóku 34 þing-
fulltrúar þátt í starfi nefndarinnar. Nefndin gerði í sameiningu nokkrar breyt-
ingar og viðbætur á þeim hluta málefnaáherslnanna sem var lagður fyrir
menntanefnd.
Til máls við aðra umræðu tók Þórunn Sveinbjarnardóttir, Eflingu -
Stéttarfélagi.
Því næst voru tillögur miðstjórnar með áorðnum breytingum nefndar, bom-
ar undir atkvæði. Tillögumar voru samþykktar með þorra atkvæða. Samþykkt-
ir þingsins í mennta- og kynningarmálum eru birtar í heild í Þingtíðindum.
Alþjóðamál
Guðmundur Omar Guðmundsson hafði framsögu í fyrri umræðu um al-
þjóðamál. Hann minnti á samþykkt síðasta þings ASÍ, þar sem fram kom að
aðild að ESB væri ekki á dagskrá, enda var EES-samningurinn einungis tveg-
gja ára og ekki kominn nægjanlega mikil reynsla á hann. Mörkuð var sú stef-
na að nota tímabilið til að fylgjast með áhrifum samningsins. Alþjóðanefndin
bauð upp á kynnisferð á vordögum 1998 til Brússel. Mikill áhugi reyndist vera
á slíkum ferðum og var farin önnur ferð 1999 og sú þriðja árið 2000. Rúmlega
100 félagsmenn ASI hafa farið í þessar ferðir, en tilgangurinn hefur verið að
kynna stofnanir EFTA og ESB, þannig að þátttakendur geti kynnst áherslum
þessara stofnana frá fyrstu hendi.
Auk þessa hefur Alþjóðanefndin unnið að mótun stefnu ASÍ í alþjóðamál-
unum til næstu missera. Það er samhljóða tillaga nefndarinnar - en miðstjóm
78