Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 90
25. grein
Alit og ályktanir í stórmálum er miðstjórn ætlar að leggja fyrir ársfund, skal
senda aðildarsamtökum eigi síðar en þremur vikum fyrir fundinn, nema sér-
stakar ástæður hamli.
Mál þau og tillögur sem einstaklingar, einstök félög eða landssambönd
óska að tekin verði fyrir á fundinum, skal senda miðstjórn tveimur vikum fyr-
ir ársfund. Skal miðstjóm leggja mál þau og tillögur fyrir fundinn, ásamt um-
sögn sinni.
Arsfundarfulltrúar geta borið fram tillögur um hvert það mál sem þeir óska
eftir að tekið sé til umræðu og afgreiðslu á ársfundi sambandsins með sam-
þykki fundarins, sbr. þó 45. grein sambandslaga um lagabreytingar.
26. grein
I öllum málum ræður einfaldur meirihluti, ef ekki er öðruvísi ákveðið í lögum
þessum.
Miðstjórn, eða minnst tíu fulltrúar, geta krafist allsherjaratkvæðagreiðslu
um mál, er miklu þykja skipta. Einnig skulu kosningar samkvæmt 33. grein
fara fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Fer hver fulltrúi með at-
kvæði í samræmi við atkvæðavægi aðildarfélagsins sem hann er fulltrúi fyrir.
27. grein
Kjörgengir á ársfund og í aðrar trúnaðarstöður Alþýðusambands íslands eru
allir fullgildir félagsmenn í aðildarsamtökum ASÍ.
Hvert aðildarfélag ber sjálft allan kostnað af fulltrúum sínum á ársfundi, en
sambandið skal þó standa straum af lágmarksendurgreiðslu vegna ferðakostn-
aðar sem einstök aðildarfélög verða fyrir, samkvæmt reglugerð sem sett er af
ársfundi.
28. grein
Miðstjóm getur kvatt saman aukaársfund, þegar mjög mikilvæg og óvænt mál
ber að höndum.
Miðstjóm er skylt að kalla saman aukaársfund, ef meirihluti stéttarfélag-
anna innan Alþýðusambandsins eða aðildarsamtök með a.m.k. 1/5 hluta af
heildarfélagsmannatölu ASÍ krefjast þess skriflega og greina það eða þau mál-
efni er leggja á fyrir fundinn. Skal fundurinn kallaður saman með eins skömm-
um fyrirvara og aðstæður frekast leyfa.
88