Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 104

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 104
konar samningsmöguleikar fyrir evrópsk starfsgreinasamtök. Mörg aðildar- samtaka ASI eiga aðild að Evrópusamtökum og því möguleika á aðild að slík- um samningum. Þrátt fyrir ágæti EES-samningsins er hann greinilega orðinn mun veikari en áður var. Aherslur ESB hafa færst í aðrar áttir og þekking stjórnmála- og embættismanna innan ESB á samningnum hefur minnkað mikið. Því er orðið sífellt erfiðara fyrir EFTA-ríkin að ná fram þeim réttindum sem samningurinn gefur. Það gildir einnig um vinnumarkaðinn. EES-samningurinn hefur skipt miklu máli fyrir íslenskt atvinnulíf og miklu skiptir að veikari staða hans hafi ekki neikvæð áhrif á atvinnulíf hér á landi, t.d. að fyrirtæki flytji héðan til þess að komast betur inn á innri markaðinn. I þessu sambandi má ekki gleyma áhrifum nýju evrópsku myntarinnar sem kann að valda því að fyrirtæki færi sig inn á evrusvæðið. I skýrslu utanríkisráðherra sem lögð var fram vorið 2000 er fjallað ítarlega um stöðu EES-samningsins. Segja má að þar komi fram sambærilegar áhyggj- ur um stöðu hans og verið hafa uppi innan ASI. Þátttaka Islands sem fullvalda þjóðar í ákvarðanatöku á vettvangi EES hefur aldrei verið mikil vegna þess að við höfum orðið að yfirtaka þá löggjöf sem ákveðin er af öðrum. Veikari EES- samningur og þar með lakari kjör fyrir okkur hljóta að kalla á spumingar um hvernig að haga eigi viðbrögðum. Nokkur umræða hefur verið um möguleika á því að Island geri tvíhliða samning við ESB í stað EES-samningsins. ASI leggst alfarið gegn slíkum hug- myndum og telur þær óraunhæfar. Hugmyndir af þessu tagi byggjast á því að Evrópusamstarfið snúist einungis um viðskipti. Að mati ASÍ snýst Evrópu- samstarfið um nær allt okkar þjóðlíf. Þar má nefna málaflokka eins og félags- og vinnumarkaðsmál, neytendamál, menntamál, rannsóknir og þróun auk um- hverfismála sem yrðu útundan í tvíhliða viðskiptasamningi. Það er augljóst að samtök eins og ASI hafa fengið betri sess en ella í Evrópusamstarfinu vegna aðildar Islands að EES. Afturhvarf til tvíhliða samnings yrði stórt skref aftur á bak í Evrópusamstarfinu hvað áhrif ASI varðar. Menntamál Mikilvægi þekkingar eykst stöðugt; fyrir einstaklinga - fyrirtæki og samfélag- ið - þekkingarsamfélagið. Uppbygging þekkingar eykur hæfni einstaklinga á vinnumarkaði og nýtist þannig þeim, atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Menntun í atvinnulífinu er því sameiginlegt hagsmunamál og viðfangsefni samtaka launafólks og atvinnurekenda. Þar hafa stjómvöld einnig skyldum að gegna. Bætt menntun hefur að markmiði að veita einstaklingnum lífsfyllingu, efla 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.