Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Page 109
vemd og vellíðan starfsmanna. í heilsuvemd starfsmanna ber að leggja áher-
slu á fyrirbyggjandi aðgerðir og hagnýtar upplýsingar til þeirra og stjórnenda.
Það er á ábyrgð atvinnurekenda að tryggja að öryggi og vinnuaðstæður
starfsmanna séu í samræmi við lög og reglur og á ábyrgð starfsmanna að gæta
heilsu sinnar og öryggis á vinnustað. Það er á ábyrgð stjómvalda að uppfylla
alþjóðlegar skuldbindingar og setja reglur um atvinnustarfsemi sem vernda
launafólk og fylgja því eftir að vinnuverndarreglum sé framfylgt. Það er hlut-
verk verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að og við þessar skyldur og
ábyrgð sé staðið. Það er einnig hlutverk hennar að eiga frumkvæði að úrbót-
um og miðla upplýsingum til félagsmanna sinna.
Nýtt afl - sterkari verkalýðshreyfing
Til að ná markmiðum sínum og fylgja eftir stefnu sinni verður Alþýðusam-
bandið að hafa þann styrk sem til þarf, bæði inn á við og út á við. Alþýðusam-
bandið þarf að njóta trúverðugleika og virðingar fyrir störf sín og styrk. Til að
tryggja að svo verði vill Alþýðusambandið vinna að eftirfarandi grundvallar-
markmiðum:
1. Að allt launafólk eigi aðild að viðurkenndum stéttarfélögum sem
uppfylla grunnskilyrði sem slík félög verða að fullnægja.
2. Að öll stéttarfélög eigi aðild að sterkum heildarsamtökum sem eru
samnefnari og geta komið fram út á við gagnvart stjórnvöldum og at-
vinnurekendum og inn á við til að fylgja því eftir að aðildarfélögin upp-
fylli þau skilyrði sem eru forsenda aðildar.
Verkalýðshreyfingin hefur verið að ganga í gegnum miklar breytingar og
umrót á undanfömum árum, bæði innávið og í öllu starfsumhverfi sínu. Það er
sama hvort litið er á eðli vinnumarkaðarins hér innanlands eða á hagkerft
heimsins þar sem fjármagn og vinnuafl verða stöðugt alþjóðlegra. Hvort tveg-
gja kallar á virkara samstarf og alþjóðastarf. Ný störf og starfsgreinar verða til
og önnur hverfa. Félagsmenn verkalýðshreyftngarinnar gera auk þess sífellt
meiri kröfur um margvíslega aðstoð, þjónustu og öflugra starf, m.a. að
mennta- og upplýsingamálum.
Einstök félög og sambönd hafa brugðist við breyttum aðstæðum með sam-
einingum, rekstri sameiginlegra þjónustuskrifstofa og auknu samstarfi. Skipu-
lag og starfshættir heildarsamtaka launafólks, ASI, hafa ekki þróast með sama
hraða. Nú er svo komið að ekki verður lengur beðið.
Verkalýðshreyfingin hefur búið við nokkuð andstreymi aukinnar einstak-
lingshyggju en ýmis teikn eru á lofti um að nú sé sóknarfæri og vaxandi hljóm-
grunnur sé fyrir grundvallarsjónarmiðum hennar. Það verður því eitt megin-
107