Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Side 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Side 3
2 Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. 3 Í sveit frá þriggja ára aldri „Uppvaxtarárin voru af mörgum ástæðum nokkuð erfið og róstursöm og hvað mig varðaði var mikil áhersla lögð á að ég færi í sveit og helst ekki seinna en strax. Ég var í sumardvöl á Silungapolli þegar ég var þriggja ára og á Vík í Skagafirði þegar ég var fjögurra ára. Eftir það datt ég í lukkupottinn og komst í sveit hjá yndis- legu frændfólki mínu á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði, þeim Ástríði Sigurðardóttur, kölluð Ásta, og Kristjáni Davíðssyni. Faðir Ástu var tvíburabróðir Odds afa míns. Oddsstaðir voru tvíbýli og á hinum bænum bjuggu Ragnar Olgeirsson og Hanna systir Ástu. Dvölin í sveitinni var mjög ánægjuleg og ég byrjaði ungur að vinna öll störf sem herti mig fyrir þá vinnu sem var í vændum í brúarvinnunni. Sigurður Kristjánsson sem er nýlega hættur sem smiður og húsvörður hjá Vega- gerðinni er frændi minn frá Oddsstöðum.“ Gunnar telur að áhugi hans á jarðfræði hafi vakn- að á Oddsstöðum í fögru umhverfi við fossana í Grímsá sem falla þar niður í dalinn. Jötnabrúarfoss er neðsti fossinn og heitir hann eftir miklum berggangi sem er rétt neðan við fossinn. Laugarvatn – Nýja Mexíkó - Reykjavík Frá sex ára aldri til sextán ára var Gunnar við nám í grunnskólum í Reykjavík, Laugarnesskóla, Breiðagerð- isskóla og Réttarholtsskóla. Eftir landspróf fór hann í Menntaskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan með stúdentspróf vorið 1972. Laugarvatn varð fyrir valinu þar sem ekki voru kjöraðstæður heima en vistin á Laugarvatni var góð og þar eignaðist Gunnar marga af sínum bestu og nánustu vinum. Frá 1972 - 1975 tók Gunnar hlé frá námi og vann við ýmis störf á veturna. Var m.a. kennari 13 til 15 ára unglinga í Gagnfræðaskólanum í Keflavík veturinn 1972 – 1973 en vann einnig í tvo vetur við skúrasmíði hjá Vegagerðinni. „Árin 1975 - 1976 var ég við nám í jarðfræði við „University of New Mexico“ í Albuquerque New Mexico en hætti í því námi eftir þrjú misseri. Það var ævin- týraþráin og ferðaþráin sem olli því að ég fór til NM og nýtti ég tímann vel m.a. til að ferðast um Bandaríkin og Mexíkó. Þarna voru í skóla vinir mínir Reynir Böðvars- son og Svanbjörg Helga Haraldsdóttir. Svana varð síðar samstarfskona mín hjá Vegagerðinni í nokkur ár.“ Á árunum 1977 til 1980 stundaði Gunnar nám í jarðfræði við Háskóla Íslands og lauk BS prófi vorið 1980. Hann hélt áfram að mennta sig meðfram vinnu. Haustið 1993 fór hann í fjögurra mánaða námsleyfi til að stunda nám við University of California, Berkeley og sótti þar námskeið í fjórum greinum þ.e. jarðtækni, jarðverkfræði, burðarþolshönnun vega og flugvalla og hönnun malbiks. ↘ Sigurður Jóhannsson sem var Vegamálstjóri frá 1956 – 1976 réð Gunnar til starfa. Við hlið hans er Geir G. Zoega fyrsti vegamálastjórinn. Myndin er tekin 1956. ↓ Á myndinni er Gunnar um það bil tveggja ára.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.