Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Qupperneq 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Qupperneq 5
4 Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. 5 Tjöldin notalegri en skúrarnir Fyrstu sumrin sváfu allir í tjöldum nema verkstjórinn og ráðskonan sem bjuggu í skúrum. Einnig var áhaldaskúr og eldhús. Tjöldin voru þessi hvítu sem margir kannast við og höfðu verið nánast óbreytt síðan í borgarastríð- inu í Bandaríkjunum hundrað árum áður. Vinnufélagar Gunnars voru margir Reykvík- ingar en einnig Bílddælingar. „Sigfús Kristjánsson var verkstjóri en flokksstjóri var Kiddi frá Bíldudal (Kristinn Ásgeirsson) faðir Ásgeirs Kristinssonar en hann varð brúarsmiður með eigin flokk sumarið 1973. Gunnar flutti sig í flokk Ásgeirs vorið 1974 en Ásgeir var síðar lengi forstöðumaður starfsmannadeildar Vegagerðar- innar.“ Smám saman tóku skúrar við sem híbýli. Næstu vetur var unnið ötullega við skúrasmíði og Gunnar vann við það sjálfur í tvo vetur. Svo kom að allir gátu sofið í skúr en Gunnar segir að honum hafi þótt notalegra að sofa í tjaldi. „1977 komu svo fyrstu baðskúrarnir sem var mikil bylting. Áður en þeir komu böðuðum við okkur í ánni eða við skólpuðum af okkur úr volgu vatni sem við hituðum í fötu á „Alladin“ olíuofninum í tjaldinu.“ Vélknúin verkfæri voru fábrotin fyrstu árin í brúarsmíðinni. Aðallega aflóga bensínknúin hjólsög og einspokasteypuhrærivél. Verkfærin bötnuðu þó hratt og síðustu árin var kranabíll í flokknum sem auðveld- aði vinnuna mjög mikið þar sem kraninn kom í stað handlangara og einnig lyfti hann steypunni í sílói að mótunum þannig að ekki þurfti lengur að aka steypu í hjólbörum. Gunnar minnist sérstaklega Volvo vörubíl- anna m.a. R7276, R7277 og R7278 og bílstjóra þeirra sem fluttu birgðir og ómissandi fréttir til afskekktra flokka. „Bílstjórarnir voru góðir og ljúfir félagar og má þar nefna Gunnlaug (Bóbó), Hjalta, Baldur, Svenna og Gunnstein. Laumuðu bílnum í fyllinguna Sólskinssumarið og þjóðhátíðarárið 1974 hóf flokkur Ásgeirs störf um vorið ásamt tveimur öðrum brúar- flokkum við byggingu brúa og ræsa á Þingvallavegi til að gera allt klárt fyrir þjóðhátíðina. Hinir flokkarnir voru undir stjórn Huga Jóhannessonar og Sigfúsar Kristjánssonar en þetta var síðasta árið hans sem brúarsmiður. „Eftir að hafa lokið við gerð palla og ýmiskonar aðstöðu á Þingvöllum vegna þjóðhátíðarinnar var haldið vestur að Kaldá á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ómissandi hluti lífsins í brúarvinnunni var að fara á sveitaböll um helgar og fór vikan í að bollaleggja hvaða ball skildi valið en um mörg böll var að velja á Snæ- fellsnesi og í Borgarfirði. En þú ferð ekki á sveitaball nema þú eigir bíl og ákváðum við Eyþór Benediktsson, sem hafði verið skólafélagi minn í Menntaskólanum á Laugarvatni, að skella okkur á einn Voffa (VW) á 25 þúsund krónur. Fólksvagninn var hannaður af Porsche að fyrirmælum Hitlers og dugði á nokkur böll en svo bræddi vélin úr sér. Þá voru góð ráð dýr og urðum við Eyþór að skella okkur á annan Voffa og þar sem sá fyrri var í betra standi var ákveðið að flytja vélina á milli bíla. Komið var að lokum brúarsmíði á Kaldá og byrjað að fylla möl að brúarstöplunum en áður höfðum við félagarnir komið Voffanum fyrir undir fyllingunni. Það var svo mörgum áratugum seinna þegar byggt var ræsi í stað einreinungsins á Kaldá að Voffinn kom í ljós undir fyllingunni mönnum til mikillar undrunar enda um að ræða brot á reglum um gæði fyllingarefna,“ segir Gunnar og hlær að minningunni. ↑ Gunnar flutti sig í brúarvinnuflokk Ásgeirs Kristinssonar vorið 1974. Ásgeir var síðar lengi forstöðumaður starfsmannadeildar Vegagerðarinnar. Mynd: Gunnar Bjarnason ↑ Sigfús Kristjánsson brúarsmiður var verkstjóri Gunnars í brúarflokknum fyrstu sumrin. ↑ Jón Helgason verkfræðingur vann með Gunnari að verkefni um burðarþolsmælingar. Hann varð síðar forstöðumaður hönnunardeildar og framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs. ↑ Sigurður Kristjánsson frændi Gunnars starfaði sem smiður og húsvörður hjá Vegagerðinni en lét nýverið af störfum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.