Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Side 8
8 Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
Skemmtileg vinna við
vegorðasafn og námuvef
Gunnar hefur alltaf tekið virkan þátt í einstökum
rannsóknarverkefnum sem tengjast steinefnum,
malbiki og klæðingum. Hann hefur gætt þess að
nýjungar skili sér í leiðbeiningarit og þá sérstaklega
Efnisgæðaritið sem hann ritstýrði og endurskoð-
aði árlega í samvinnu við Pétur Pétursson. Í ritinu
er gerð ítarleg grein fyrir kröfum til efnisgæða
í veghloti og steinsteypu (www.vegagerdin.is/
upplysingar-og-utgafa/leidbeiningar-og-stadlar/
efnisrannsoknir/)
Hann hefur frá 2005 verið virkur í erlendum
nefndum á sviði rannsókna og staðlagerðar, bæði
norrænu samstarfi og evrópsku.
Ein skemmtilegustu verkefnin að mati
Gunnars var að gegna formennsku í Vegorðanefnd
og nefnd um Námuvefinn.
„Í Vegorðasafninu (vegordasafn.vegagerdin.is)
eru skýringar og skilgreiningar á um 2.300 íðorðum
sem varða vegagerð. Vegorðasafnið er einnig birt í
Íðorðabankanum.“
Námuvefurinn (www.namur.is) er samstarfsver-
kefni Vegagerðarinnar, Landsvirkjunar og Umhverfis-
stofnunar. „Á námuvefnum eru fjölbreyttar og ítarlegar
upplýsingar m.a. um lög og reglugerðir sem varða
undirbúning verka en einnnig mikil umfjöllun um frá-
gang og uppgræðslu á vinnusvæðum og þar með talið
námusvæðum.“
↑
Hjalti Sigfússon, Gunnlaugur Jónsson (Bóbó) og Baldur Kristensen
voru bílstjórar sem Gunnar minnist með hlýju.
↓
Gunnar Bjarnason ásamt vinum, Pétri Péturssyni og eiginkonu
Péturs, Dóru Kristínu Björnsdóttur.
←
Brúarflokkur Ásgeirs Kristinssonar
þegar unnið var við smíði skrifstofu-
og áhaldahúss Vegagerðarinnar á
Ísafirði 1979-1980.
Efsta röð f.v.:
Ólafur Stolzenwald, Þröstur Bjarnason,
Júlíus Beinburg, Kristinn Ásgeirsson,
Halldór Hallgrímsson, Karl Ómar
Jónsson, Kristján Erik Kristjánsson,
Björn Skúlason, Sigurður Kornelíusson
og Hallgrímur Helgason
Miðjuröð f.v.:
Gunnar Bjarnason, Einar Gunnarsson,
Jóhanna Ásgeirsdóttir, Sigurður Óli
Ólafsson Gunnar Jóhannsson,
Ásbjörn Björnsson
Neðsta röð f.v.:
Bjarni Halldórsson, Ásgeir M.
Kristinsson, Guðjóna Kristjónsdóttir og
Matthis Geir Ásgeirsson.
→
Þarna lítur Gunnar yfir farinn veg og
dáist að handverki sínu á gömlu brúnni
yfir Kjálkafjarðará.
Mynd: Pétur Pétursson