Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Side 7
6 Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
7
Bitar steyptir í Borgarfjarðarbrú
Gunnar vann við margar fallegar brýr og má þar nefna
bogabrú á Haukadalsá í Dölum og einbita brú með
millisúlum á Laugardalsá í Djúpi. Honum er eftirminni-
leg dvölin í Kerlingarfirði, Mjóafirði og Kjálkafirði en með
brúm sem þar voru byggðar var tengdur nýr vegur um
þessa firði og lagðist þá af vegurinn yfir Þingmanna-
heiði.
„Við rifum kláfabrýrnar á Þingmannaheiði og
byggðum brýr úr timbrinu úti á Skálmarnesi og víðar.
Nú hafa verið byggðar nýjar brýr (tvíreinungar) sem
þvera þessa firði mun utar en gömlu brýrnar sem ég
byggði voru í fjarðarbotnum. Einnig er eftirminnilegt að
hafa tekið þátt í tengingu nýs Dúpvegar með byggingu
brúa m.a. á Hestfjarðará.“
Toppurinn var þó að mati Gunnars að vinna við
byggingu flaggskipsins Borgarfjarðarbrúar. „Okkar
flokkur steypti þá 52 bita sem brúin hvílir á. Það er
pínulítið svekkjandi að þessir bitar sjáist ekki frá
veginum þannig að vegfarendur geti dáðst að þessu
handverki sem sér varla á nú 44 árum seinna,“ segir
hann kíminn.
Haustið 1982 fór Ásgeir brúarsmiður til vinnu hjá
Reykjavíkurhöfn. Þetta var eftir að Gunnar hóf störf
sem jarðfræðingur en hann var fenginn til að taka við af
Ásgeiri sem verkstjóri brúarvinnuflokksins. Hann lauk
við byggingu brúar á Naðurdalsá sunnan við Bjarkar-
lund og byggði svo undirgöng undir Hafnarfjarðarveg.
Hagnýtar rannsóknir í fyrirrúmi
Starf Gunnars sem jarðfræðingur hefur alla tíð byggst
á hagnýtum rannsóknum á námum og undirstöðu vega
en ekki síður á þátttöku í rannsóknarverkefnum sem
kostuð eru af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar sem og
erlendum sjóðum. „Raunar var eitt af mínum stærstu
rannsóknarverkefnum einnig mitt fyrsta verkefni. Vel-
gjörðarmaður minn Jón Rögnvaldsson, síðar vegamála-
stjóri, réði mig haustið 1980 til að stjórna yfirgripsmiklu
verkefni um burðarþolsmælingar á vegum í Hvalfirði. Það
verkefni vann ég í samstarfi við vin minn Jón Helgason
heitinn sem síðar varð forstöðumaður hönnunardeildar
og framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs. Þessar rann-
sóknir á burðarþoli vega stóðu yfir á árunum 1980 til
1985 og voru framkvæmdar með plötuprófi og ben-
kelmanbita og síðasta árið með falllóði. Alls voru mældir
yfir 40 mælistaðir á sjö mæliköflum og var mikil áhersla
lögð á að mæla alla mælistaðina vikulega á þáartíma,
það er þeim tíma þegar freri er að fara úr jörðu. Settir
voru niður frostdýptarmælar í alla kaflana og einnig höfð
hliðsjón af úrkomu á svæðinu. Þá voru tekin sýni á öllum
mælistöðum og voru þau sett í prófanir á rannsóknar-
stofu. Margar skýrslur voru gefnar út og lokaskýrsla árið
1985. Ein meginniðurstaða verkefnisins var sú að mjög
mikil árstíðarsveifla var í burðarþoli þessara malarvega
og gat burðarþol á þáartíma jafnvel verið allt niður í 20%
af sumarburðarþoli þar sem mestur munur var,“ lýsir
Gunnar og bendir á að margir kaflarnir voru byggðir á
mó (afvatnaðri mýri). Önnur niðurstaða verkefnisins var
að nokkurn veginn fullt burðarþol næst ekki nema þykkt
veghlotsins nái um 1,2 m ef mór er í undirstöðu.
Á þessum árum og fram á nýja öld var mjög mikið
að gera í hagnýtum rannsóknum og gerð útboðslýsinga
fyrir vegi um allt land enda hófst þarna mikil uppbygging
vega sem lagðir voru bundnu slitlagi, langmest klæð-
ingu. „Sem dæmi stóð ég fyrir jarðfræðirannsóknum á
flestum fjallvegum frá Vesturlandi til Austfjarða það
er Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði, Vatnsskarði, Þver-
árfjalli, Öxnadalsheiði, Fljótsheiði, Jökuldalsheiði og
Fjarðarheiði. Sérstaklega eftirminnilegar voru rannsóknir
á um 40 km leið um Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði,
en sá vegur var byggður fjarri alfararleið. Þar kynntist
ég sögu heiðarbýlanna sem þar eru nokkur meðfram
veginum t.d. Háreksstaðir, Gestreiðarstaðir og Lindarsel.
Manni leið svolítið eins og landkönnuði en sögur um þá
hafa alltaf verið í uppáhaldi.“
Aftur jókst vinna við rannsóknarverkefni sem
kostuð voru af rannsóknasjóðnum á síðasta áratug
síðustu aldar. Þá tók Gunnar að sér formennsku í efn-
isgæðanefnd BUSL samstarfsins (1994-2001) (BUSL
stendur fyrir burðarlög og slitlög) en var einnig formaður
í rannsóknanefndunum Rannveg (2001-2007), Vegvirki
(2007-2013) og Rannvirki (2013-2020). „Pétur Péturs-
son var ritari í öllum þessum nefndum en vinátta og náið
samstarf okkar Péturs nær allt aftur til námsáranna.“
↓
Gunnar rýnir í bergsýni á Tjörnesi þar sem unnið var að
berggrunnskortlagningu á öllum austanverðum skaganum,
sem gerð var skil í BS ritgerð. Mynd: Pétur Pétursson