Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 17
16 Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
17
Flókið getur verið að vinna við umferðarmikla vegi. Því
hafa starfsmenn brúarvinnuflokks Vegagerðarinnar frá
Hvammstanga fengið að kynnast undanfarna daga en
þeir vinna nú að því að skipta út vegriði og vegriðsstoð-
um á Hafnarfjarðarvegi, á brúm yfir Nýbýlaveg.
Vilhjálmur Arnórsson er yfirverkstjóri brúarvinnu-
flokksins. Hann segir flokkinn vanari því að vinna
verk sín á umferðarlitlum stöðum úti á landi. „Síðasta
verkefni okkar var endurbygging á brú í Helgafellssveit
á Snæfellsnesi og þar áður vorum við í Borgarfirði
og á Vestfjörðum,“ segir Vilhjálmur og viðurkennir að
aðstæðurnar á Hafnarfjarðarvegi séu ansi krefjandi.
„Við þurfum að loka alveg einni akrein við vinnu
okkar sem veldur nokkrum umferðartöfum. Þó reynum
við að takmarka vinnutíma okkar en við byrjum ekki
fyrr en klukkan 9 og hættum klukkan 16 á daginn,“
lýsir Vilhjálmur.
Daglega þarf að setja upp vinnusvæðamerkingar
og taka þær niður í lok vinnudags. Hraðinn er mikill á
þessum vegi en Vilhjálmur segir þó flesta virða bæði
merkingar og hraðatakmarkanir, en þær eru 50 km/klst.
meðan á framkvæmdum stendur.
Skipt um vegrið innan
um mikla umferð
Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar
vinnur að verkefni á Hafnarfjarðarvegi
„Við upplifum ekki að við séum í neinni hættu
þannig. Við leggjum áherslu á að loka okkur vel af.
Erum með öryggispúðabíl okkur til varnar og síðan
vörubíl með vagn þar sem við geymum allt það efni
sem við þurfum að nota yfir daginn.“ Þær eru ekki
margar pásurnar sem starfsmennirnir sjö fá yfir daginn.
„Við reynum að vinna þetta hratt, förum ekki í mat
heldur hendum í okkur samloku eða einhverju slíku
þegar tækifæri gefst.“
Verkefnið felst í því að skipta út gömlu vegriði
sem ekki stenst lengur öryggiskröfur fyrir nýtt og betra
vegrið sem meðal annars er hannað með það fyrir
augum að snjór mokist síður niður á Nýbýlaveg þegar
verið er að hreinsa snjó af Hafnarfjarðarvegi. „Þetta
er erfið líkamleg vinna enda verið að vinna með þunga
hluti,“ segir Vilhjálmur. Hann býst við að verkið taki í
heild fimm til sex vikur, en brúarflokkurinn er núna að
skipta út fyrsta vegriðinu af fjórum.
↑
Vinnuaðstæður eru erfiðar enda unnið
innan um mikla og hraða umferð.