Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Qupperneq 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Qupperneq 6
6 Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. 7 Á árunum 1967 til 1969 varð sú bylting í brúaflokknum að tjaldbúskapur lagðist af að mestu en íbúðarskúrar voru teknir í notkun í staðinn. Þó fylgdu flokkum áfram 2-3 tjöld árin sem ég var í brúavinnu og nokkur ár þar á eftir. Þessi fyrsta kynslóð nýrrar gerðar íbúðarskúra var með svefnplássi fyrir fjóra í einu rými (8 bil). Í sitt- hvorum gaflinum hékk koja þvert á veggnum en síðan voru tvö rúm langs eftir skúrnum. Síðar voru smíðaðir aðeins stærri skúrar (10 bil) sem skiptust í tvö tveggja manna herbergi. Þetta voru ágætar vistarverur og það fór vel um menn þótt þröngt væri. Skúrarnir voru vel einangraðir og vönduð smíði. Tæknimenn Vegagerðar- innar hönnuðu þá og brúasmiðirnir sáu um smíðina á veturna, víða um land. […] Einn steinolíuofn (Husquarna) var í miðjum íbúðarskúr og olíutankur hékk á öðrum skúrgaflinum að utanverðu. Með því að banka í tankinn heyrði maður hvað steinolían stóð hátt í tankinum. En ofnarnir voru dálítið erfiðir í notkun, það gat sest sót í þá og þurfti þá að þrífa brennsluhólfið og kveikinn ef það gerðist. Það var sóðalegt starf. Íbúarnir voru ekki alltaf sammála um hve mikið átti að hita upp. Það gat verið svalt niðri við gólf í skúrnum en molluheitt í efri kojunum því hitinn leitaði upp. Íbúarnir báru ábyrgð á sínum skúr og urðu að sjá um þrif innanhúss og tiltekt í sínum frítíma. Litlir opnir skápar voru við endana á kojunum í gaflinum. Þar var hægt að hengja upp föt en annars voru fötin geymd í ferðatöskum sem hægt var að setja undir rúm. Snæri var oftast bundið upp á milli þverbita í loftinu og voru föt hengd þar upp til þerris. Lausar dýnur voru í kojun- um og var persónulegum munum gjarnan stungið undir þær, tóbaki og lesefni. Flestir sváfu með lak og sæng en nokkrir voru með svefnpoka. Sumir settu teppi yfir rúmin á daginn. Ekki man ég til þess að strákarnir sem ég var með í skúr svæfu í náttfötum. Menn brugðu sér bara úr vinnufötunum og sváfu í nærfötunum yfir nóttina. Margir lögðu sig í hádeginu og var þá bara lagst í rúmið í vinnufötunum. […] Þessi fjögur sumur sem ég var í brúaflokknum voru ekki snyrtiskúrar í flokknum, þ.e.a.s. með klósetti og sturtum. Þeir komu síðar. Þvottaaðstaða var því engin. Íbúarnir skiptust á að sækja vatn í blikkfötu í hádeginu og setja á olíuofninn. Um kvöldið var vatnið sæmilega heitt og dugði fyrir fjóra, a.m.k. til að þvo sér um andlit og hendur. Ráðskonurnar voru alltaf með stóran pott með vatni á olíueldavélinni í eldhússkúrnum og það mátti semja við þær ef meiri þvottur stóð fyrir dyrum, s.s. hárþvottur. Það gat gerst að menn yrðu að þrauka í þrjár vikur án þess að komast í bað. Það kom fyrir á góðviðrisdögum að menn böðuðu sig í ánni sem verið var að brúa en auðvitað var það ansi kalt. Þessi skortur á baðaðstöðu var sérstaklega tilfinnanlegur eftir steypuvinnu þegar sementsryk hafði smogið um allt. Skúralífið Góður félagi Gunnars hjá Vegagerðinni, Viktor Arnar Ingólfsson, m.a. brúarvinnufélagi 1969-1972, gerði ítarlega grein fyrir aðbúnaði og vinnutilhögun í brúarvinnu í átta tölublöðum í Innanhúss blaði Vegagerðarinnar á árunum 2015 – 2016. Hér má sjá örstutt brot. ↑ Matartími í brúavinnuflokki Huga Jóhannessonar við Köldukvísl árið 1974. Dæmigerður 24 manna eldhússkúr. ↖ Dæmigerður vegavinnuskúr sem tók við af hvítu vegavinnutjöldunum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.