Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 24

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 24
24 Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. ↑ Eins og margir starfsmenn Vegagerðarinnar er Jóhann líka í björgunarsveit. Hér er hann í hálendisvaktinni. Ekkert sem heitir hefð- bundinn dagur á sumrin Hvað hefur þú unnið lengi hjá Vegagerðinni? Ég byrjaði hjá Vegagerðinni mánudaginn 1. apríl 2019. Hvað gerðir þú áður en þú komst til Vega- gerðarinnar? Ég var hjá Malbikun Akureyrar áður en ég kom til Vegagerðarinnar. Mest af mínum ferli tengist vegagerð á einn eða annan hátt og ekki síst malbikun. Í hverju felst starfið þitt? Starfið er má segja tvíþætt. Ég er í slitlagaskoðun sem fer mest fram á sumrin og skráningu á ástandi slitlaga. Hins vegar er ég í úrvinnslu gagna, skráningu og áætlanagerð. Hvernig er hefðbundinn vinnudagur? Yfir sumartímann er ekki hægt að tala um hefðbundinn vinnudag þar sem allir dagar eru einhverstaðar úti á landi. Veðrið á töluverðan þátt í hvað hægt er að skoða og hvar. Yfir vetrartímann er það skrifborðið og tölvan. Og núna í covid er pínu afstætt hvar skrifborð og tölva eru staðsett. Hvað er skemmtilegast? Hér er af mörgu að taka enda frábær vinnustaður, verkefnin skemmtileg svo við tölum nú ekki um vinnufélagana. Ekki má gleyma því að á sumrin erum við að keyra um landið og um leið og við skoðum slitlög skoðum við landið. Hvað er mest krefjandi við vinnuna? Um leið og verkefnin sem ég er með hætta að vera krefjandi þá þarf ég að skoða málin. Ef ég ætti að taka eitthvað út fyrir sviga þá kemur fljótt upp í hugann að þurfa að vera á 15 til 20 km hraða á þjóðvegi 1 yfir mesta ferðamannatímann. Þá er gott að vera með hugann við vinnuna. Hvað gerir þú fyrir utan vinnu? Vera úti að hreyfa sig eitthvað, labba eða hjóla. Svo er ég í björgunarsveit en þar er útivera er ríkur þáttur og þar erum við með allskonar tól og tæki til að fara á fjöll og hálendi jafnt sumar sem vetur. Svo sleppir maður ekki góðu brasi ef það er í boði. Vegagerðin í nærmynd Yfir 300 manns starfa hjá Vegagerðinni og störfin eru bæði fjölmörg og fjölbreytt á láði, legi og í lofti. Í þessum greinaflokki verður skyggnst inn í hin ólíku störf sem unnin eru hjá stofnuninni. Jóhann Jóhannsson er eftirlitsmaður á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar á Akureyri.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.