Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 14
14 Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
15
Verkið ber heitið Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit,
Kinnastaðir - Þórustaðir. Það snýst um nýbyggingu
Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla við austanverðan
Þorskafjörð, rétt sunnan við raflínuna sem þar liggur yfir.
Byggð verður 260 m löng brú auk fyllingar. Vegurinn
er alfarið byggður í nýju vegstæði en tengist núverandi
Vestfjarðavegi í báða enda. Nyrðri endinn tengist við
gamla veginn þar sem hann liggur upp Hjallaháls.
Tilboð voru opnuð 16. febrúar en Suðurverk hf.
átti lægsta tilboðið upp á 2.078.354.246 krónur. Næst
hæsta tilboðið átti Þróttur ehf. en aðrir sem buðu í
verkið voru Þ G verktakar, Ístak hf. og Íslenskir aðal-
verktakar hf.
Styttir Vestfjarðaveg
(60) um tæpa 10 km
Vegagerðin auglýsti í janúar þverun Þorskafjarðar,
eitt stærsta útboðsverk ársins. Í verkinu felst
nýbygging Vestfjarðavegar á 2,7 km kafla yfir
Þorskafjörð og bygging 260 m langrar brúar.
Gert er ráð fyrir að verktaki geti hafið fram-
kvæmdir við undirritun samnings, líklega í mars eða
apríl á þessu ári. Áætlað er að útlögn fyllingar/fargs
verði lokið í lok júní á þessu ári en að smíði brúar og
frágangi við hana verði lokið í lok september á næsta
ári. Verkinu öllu á síðan að ljúka í júní 2024.
Verktíminn er rúm þrjú ár sem skýrist af því að
fergja þarf botn fjarðarins sem er tímafrekt ferli. Vegur-
inn þarf þannig að síga áður en hægt verður að ganga
frá honum í rétta hæð. Fergingu verður skipt í tvo
áfanga til að loka firðinum ekki of mikið í einu, m.a. til
að vernda marhálm á svæðinu og til þess að takmarka
straumhraða og botnrof.
Þó fjörðurinn sé fremur grunnur fer talsvert efni í
fyllingu og grjótvörn. Efnið verður fengið úr skeringum
beggja vegna fjarðarins og úr nálægri námu.
↑
Kort sem sýnir
framkvæmdasvæði og
fyrirhugaðan veg um
Teigsskóg.
Bundið slitlag á 5,4 km
kafla frá Melanesi að
Gufudalsá.
Breikkun og bundið
slitlag á 1,2 km kafla frá
Skálanesi að Melanesi.
Fyrirhugaður
Vestfjarðavegur um
Teigsskóg (leið Þ-H).
Núverandi
Vestfjarðavegur.
Útboð: Þverun
Þorskafjarðar, 2,5
km og 260 m brú.
Teigsskógur
Hjallaháls
Þo
rs
ka
fjö
rð
ur
Þorskafjö
rður
Djúpifjö
rðurGufu-
fjörður
Gufudalssveit
Melanes
Skálanes
Ódrjúgsháls