Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Qupperneq 13

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Qupperneq 13
12 Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. 13 Fellsá og Steinavötn Brýr yfir Fellsá og Steinavötn á Hringvegi (1) í Suður- sveit voru boðnar út saman. Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í flóðum haustið 2017 en hún var byggð árið 1964. Brúin var einbreið, 102 m löng steinsteypt bitabrú í sex höfum. Í vatna- vöxtunum í lok septembermánaðar 2017, gróf áin undan millistöpli sem við það seig og skemmdi yfir- byggingu. Brúin var í kjölfarið dæmd ónýt. Þurfti að hafa hraðar hendur og byggja bráðabirgðabrú, en það var gert á tæpri viku. Framkvæmdin við Steinavötn fólst í hækkun og breikkun vegar og tengingu við nýja brú á 880 m löngum kafla og byggingu leiðigarða. Nýja brúin er í sömu veglínu og gamla brúin en yfirbygging er steypt eftirspennt bitabrú í fjórum höfum en heildarlengd er 100 m. Brúin er tíu metra breið en þar af er akbrautin níu metrar. Framkvæmdin við Fellsá fól í sér gerð bráða- birgðavegar og byggingu bráðabirgðabrúar og rif á gömlu brúnni yfir Fellsá. Breikka þurfti veg og gera tengingu við nýja brú yfir Fellsá á 400 m löngum kafla. Brúin er í sömu veglínu og gamla brúin. Yfirbygging nýju brúarinnar er steypt eftirspennt bitabrú í tveimur höfum en heildarlengd er 47 m. Brúin er 10 m breið, akbrautin er 9 m og bríkur eru hálfur metri til hvorrar handar. Stöplar brúarinnar eru steyptir og grundaðir á klöpp. Gamla brúin var rifin í upphafi framkvæmda. Bráðabirgðabrúin þjónar enn vegfarendum en verður rifin þegar umferð verður hleypt á nýju brúna í vor. → Fellsá, gamla brúin. ↑ Steinavötn, nýja brúin í byggingu og bráðabirgðabrú í baksýn. Mynd: Ístak Næstu skref í fækkun brúa Einbreiðum brúm á Hringvegi (1) fækkar enn frekar í ár. Búið er að bjóða út byggingu brúar yfir Jökulsá á Sól- heimasandi en einnig stendur til að fara í framkvæmdir við brýr yfir Hverfisfljót, Súlu (Núpsvötn) og Skjálfanda- fljót. Þá er fyrirhugað að bjóða út fyrsta samvinnuver- kefnið um vegaframkvæmdir en það er nýr vegur og brú yfir Hornafjarðarfljót. Einbreiðar brýr eru þó víðar en á Hringvegi en alls eru 663 einbreiðar brýr á landinu. Árið 2020 voru breikkaðar brýr á Hattardalsá, Hvítsteinslæk, Álftár- bakkaá, Kálfalæk á Mýrum og Hrútá. Þá eru núna í framkvæmd nokkrar brýr utan Hringvegar: Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Vesturhóps- hólaá, Laxá í Laxárdal og Köldukvíslargil. Önnur verkefni sem stendur til að fara í eru: Bakkaá hjá Keisbakka, Þverá, Hólkotsá, Otradalsá, Þverá á Langadalsá, Ólafsdalsá, Efri Skarðsá, Sanda- lækur í Miðfirði, Fossá í Jökulsárhlíð og Helgustaðaá. Heildarfjöldi einbreiðra brúa á landinu er núna 663 stk.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.