Ský - 01.06.1997, Qupperneq 14

Ský - 01.06.1997, Qupperneq 14
Ferðalög X Ferðalangur íslands nr. 1 er án efa Ómar Ragnarsson. Ómar hefur verið óþreytandi við að § kynna sjónvarps- f áhorfendum fallega | og merkilega staði | um allt land. Ekki er '3 ofsögum sagt að hann hafi séð hvern blett á landinu að minnsta kosti tvisvar. Sigurður Örn Ágústs- son fékk Ómar til þess að mæla með einum stað í hverjum fjórðungi sem sérhver íslendingur ætti að skoða. Vestfirðir - Hornvík „Hornvík er milli Hornbjargs og Hæla- víkurbjargs. Þar er hægt að ganga upp á tvö stærstu fuglabjörg í Evrópu sitt hvorum megin. Hornvík er minn uppá- haldsstaður fyrir vestan, fuglabjörgin tvö og hrikaleg náttúrufegurðin. Ég er um klukkustund að fljúga frá Reykjavík til Hornvíkur og er þá kominn í annan heim, burt frá öllu. Umvafinn náttúru- fegurð og fuglamergð.“ Benda má á að í Gerplu Laxness þar sem segir skemmtilega frá graðhvanna- tínslu þeirra fóstbræðra Þorgeirs Há- varssonar og Þormóðs Kolbrúnarskálds er sögusviðið einmitt á þessum slóðum. Suðurland - Jökulgil og Hrafntinnusker „Á Suðurlandi eru Hrafntinnusker og Jökulgilið mínir uppáhaldsstað- ir. í kringum Hrafntinnusker er virkt hverasvæði og litafegurð og fjöl- breytileiki óviðjafnanleg. Útsýni af Hrafntinnuskeri er mikið og gott til allra átta. íshellarnir þar eru líka stórfenglegir. Jökulgilið er svo heill heimur út af fyrir sig. Það liggur upp undir Torfajökli og mikilfengleik fjallanna sem umlykja gilið er varla hægt að lýsa með orðum. Þangað er jafngaman að koma að vetri og sumri. Og þetta giljavölundarhús er ævintýraheimur." Jökulgil er líka gósenland fyrir jarðfræðiunnendur, því að þar er að finna líparítfjöll, háhitasvæði, gróðurblettinn Hattver, stuðlaberg og svona mætti lengi telja. Var það trú manna fyrr á öldum að á þessu svæði þrifust útilegumenn. Sú trú dalaði eftir að menn fóru að smala Gilið á haustin í jöfnu hlutfalli við betri heimtur af afréttinni. Norðurland - Fjörðurnar og Flateyjardalur Nei, þetta er ekki prentvilla, norðurhluti svæðisins milli Eyjafjarðar og Skjálfanda nefnist Fjörðurnar og fólk fer í Fjörður að sögn Ómars. „Fjörður eru eiginlega samheiti á Hvalvatnsfirði og Þorgeirsfirði sem eru nyrst á skaganum milli Skjálfanda og Eyjafjarðar. Þar skammt frá er svo Flateyjardalur sem einnig er geysifallegur. Það er jeppafært í Fjörðurnar og ég er á þeirri skoðun að það svæði allt sé einna fallegast og athyglisverðast á Norðurlandi. Þetta er eyðibyggð, en landslagið þarna á milli finnst mér sérstaklega fallegt. Svo er ekki langt til Náttfara- víkur í suður, en þaðan er hægt að fara í skemmtilegar hvalaskoðunarferðir," segir Ómar og bendir á að skammt frá Fjörðunum til vesturs og í suður séu svo Látrar og Látraströnd. Austurland - Kverkflöll „Ferðalög eru alltaf háð veðri og færð, en við bestu hugsanlegu skilyrði myndi ég fyrst og fremst vilja fara upp á topp Kverkfjalla. Kverkfjöll eru eini staðurinn á landinu sem á sér hvergi hliðstæðu, allir aðrir staðir eiga sér hliðstæðu," segir Ómar. En hver er þá sérstaða Kverkfjalla? „Þú segir Geysir og Kaninn segir Old Faithful. Þú segir Jökulsárlón og Kan- inn minnist á svipað lón í Denali-þjóð- garðinum í Alaska. Þú segir Hekla og Japanir segja að Fujiama sé miklu fal- legra fjall. Svona gætum við haldið áfram langalengi. En svo segir þú Kverkfjöll og þá ertu búinn að máta alla. Hvergi annars staðar í heiminum er að finna á einum og sama blettinum hájökul og hveradal með gjósandi hver- um, jökullón með fljótandi ís og volga á í helli þar sem hægt er að baða sig. Það var Sigurður Þórarinsson sem sagði mér á sínum tíma að þetta væri eini staðurinn á landinu sem hefði þessa sérstöðu. Kverkfjöll eru toppurinn." 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.