Ský - 01.06.1997, Side 17

Ský - 01.06.1997, Side 17
I hæmfjÖll Wl 3kW Fróni? 2.119. 1 bernsku var þessi heilaga tala höggvin í grjótvegg sálar minnar óaf- máanlegu letri. íslands hæsta fjall, sá svali hnjúkur Hvannadals í Öræfajökli, er 2.119 metrar yfir sjávarmáli. En hvað sagði Ari fróði? „Hafa skal það sem sannara reynist.“ Þórarinn Eldjárn skáld barnaði síðar í ljóði þessa frægu stefnuyfirlýsingu Ara og sagði: „Það sem sannara reynist, við höf- um það heldur, ef hvorugt er satt.“ Og hvað kemur þessi hótfyndni málinu við? Jú, seinni tíma vísinda- menn, sem ekkert er heilagt, hafa dreg- ið hæð Hvannadalshnjúks í efa, og með nokkuð gildum rökum. Lítum aðeins á helstu stað- reyndir málsins. Útivistargarpurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson leitar hér svara við þessari spurningu og kemst meðal annars að þeirri ógnvænlegu niðurstöðu að hæð Hvannadalshnjúks sé líklega ofmetin. Mælingamar sem segja að fjallið sé 2.119 metrar byggja á þríhyrninga- mælingum danskra landmælinga- manna frá því fyrr á öldinni. Að áliti vísustu manna er skekkjan 5 metrar til eða frá. Gott og vel. Sem sagt mest 2.124 metrar en minnst 2.114. Sumarið 1992 héldu félagar úr Jöklarannsóknafélaginu upp á fjallið og mældu það með aðferð sem kennd er við GPS og er mörgum að góðu kunn. Tekið var mið af næstu fjöllum og ákaft leitað að sannleikanum vand- fundna. Niðurstaðan varð sú að fjallið háa væri 2.111 metrar. En þrátt fyrir þéttan gervitunglasveim og vönduð vinnu- Til þess að auka enn á óvissu manna um hæð Hvannadalshnjúks er rétt að hafa í huga að á hnjúknum er ávallt ís- og snjóþekja sem er trúlega á bilinu 5 til 20 metra þykk eftir árferði. 15

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.