Ský - 01.06.1997, Side 18
Fjöll
brögð eru skekkjumörk þessarar að-
ferðar enn 5 metrar til eða frá. Sem
sagt mest 2.116 metrar en minnst
2.107. Nú fer að fara kúfurinn af þessu
landsins hæsta fjalli. Hin lóðréttu land-
helgismörk iækka stöðugt.
Stærra fjall í Svíþjóð?
Til þess að auka enn á óvissu manna
og kynda undir efasemdir er rétt að
hafa í huga að á toppi Hvannadals-
hnjúks er ávallt ís- og snjóþekja sem er
trúlega á bilinu 5 til 20 metra þykk
eftir árferði. Þykkt hennar hefur ekki
verið mæld vísindalega. Oumdeilanleg
ísland kollhúfulegt
En af hverju eru ekki hærri fjöll á Is-
landi?
Er þetta gáfuleg spurning?
Lítum aðeins í kringum okkur. Ef
við horfum til vesturs verður Græn-
land fljótlega fyrir okkur. A austur-
strönd Grænlands er Forelfjall sem er
heilir 3.360 metrar. Ef við lítum í aust-
ur gáum við fyrst til Færeyja og verð-
um roggin þegar við sjáum hæsta fjall
eyjanna, Slættaratind, 882 metra yfir
sjó. Ef við höldum áfram til Noregs
rekumst við á glæsileg fjöll í Jötun-
hér rétt fyrir norðan okkur. Nokkur
huggun er þó harmi gegn að við bemm
tindhöfuð og fjallsherðar yfir grefilsins
Svíana. Nýjar sögur af nákvæmum
mælingum á Öræfajökli varpa þó
nokkrum skugga þar á - ef þær ekki
beinlínis kollvarpa vissu okkar um for-
skotið.
Fáeinar vísindalegar skýringar
Nokkrar vísindalegar skýringar eru á
því hvers vegna fjöll á íslandi eru ekki
hærri en raun ber vitni. Öll hæstu fjöll
heims eru í fjallgörðum sem eru fell-
ingafjöll og slíkir fjallgarðar eru til
Grænland Island Færeyjar
Forelfjall 3.360 m. Hvannadalshnjúkur 2.119 m. Slættaratindur 882 m.
Noregur Sviþjóð Danmörk
Galdhöpiggen 2.469 m. Kebnekaise 2.111 m. Himmelbjerget 173 m.
Helstu fjöll nágrannalandanna í samanburði við Hvannadalshnjúk.
hæð fjallsins yfir sjávarmáli þarf trú-
lega að vera miðuð við fastan punkt á
toppnum. Sem sagt grjót.
Þannig verður að telja líklegt að
raunveruleg hæð Hvannadalshnjúks sé
ekki nema um það bil 1.990 til 2.000
metrar yfir sjávarmáli.
Þetta eru mikil tíðindi og ill.
Hinn skelfilegi hárnákvæmi sann-
leikur þessa máls verður okkur hulinn
enn um sinn því fleiri mælingar vís-
indamanna skortir. 2.119 er ekki verri
tala en hver önnur og rétt að rifja upp
álit Þórarins ... „ef hvorugt er satt“.
Þangað til þessar efasemdir komu
upp var það bjargföst sannfæring
manna að Hvannadalshnjúkur væri
tæpum tíu metrum hærri en hæsta fjall
Svíþjóðar. Enn ein sönnunin um yfir-
burði okkar yfir þessa miðlægu reglu-
gerðarþjóð.
Hér má þó engu muna því hæsta
fjall Svía, Kebnekaise í Norður-Sví-
þjóð, er óumdeilanlega og vel mælt
2.111 metrar yfir sjávarmáli. Nú skilj-
um við að fleira er hér í húfi en löngun
vísindamanna til að vita hið sanna um
alla skapaða hluti. Við skulum ekkert
vera að mæla þetta skrambans fjall.
Þetta fjall hefur alltaf verið 2.119
metrar og verður það áfram.
heimum. Þar eru hæst Galdhöpiggen
2.469 metrar yfir sjávarmáli og
SnOhetta 2.286 metrar. Svíar luma svo
á Kebnekaise norður undir norsku
landamærunum sem er 2.111 metrar
eins og fyrr segir.
Danir eru sælir með sitt Himmel-
bjerg sem er 173 metrar og Skotar eru
stríðmontnir af Ben Nevis sem er
1.344 metrar.
Ef við skyggnumst síðan eftir Atl-
antshafshryggnum, sem Island er hluti
af, sjáum við í norðri Svalbarða með
Newtontoppen 1.717 metra háan. Rétt
norður af Islandi er svo Jan Mayen og
þar trónir Hákonarsjöundatindur 2.277
metra yfir sjávarmáli. Langt suður í
hafi eru Kanaríeyjar og vafasamt hvort
þær teljast hluti af téðum hrygg. Þar er
hæsta fjallið El Teide 3.918 metrar.
Af þessu má draga þá ályktun að
miðað við aðra hrauka á Atlantshafs-
hryggnum er vort ástkæra föðurland
svolítið kollhúfulegt. Miðað við Jan
Mayen og Kanaríeyjar berum við
fremur skarðan hlut frá borði móður
náttúru. Það er helst með samanburði
við Danmörku og Færeyjar sem við
getum borið höfuðið hátt. Það er ekki
óvenjulegt.
Illt er að þurfa að viðurkenna að
Norðmenn eiga mörg hærri fjöll en við
og hafa meira að segja plantað einu
dæmis á Grænlandi. í fyrsta lagi eru
hér flekamót í jarðskorpunni og flek-
ana rekur hvom frá öðrum. Þess vegna
em hér ekki og munu aldrei verða fell-
ingafjöll, en þau myndast þegar and-
stæðir kraftar reka flekana saman og
fellingar hlaðast upp. Það þýðir að hér
hlaðast aðeins upp fjöll úr eldgosum.
Slfk fjöll geta orðið býsna há við góðar
aðstæður, en mikið og hratt landrof hér
á landi kemur að hluta í veg fyrir það.
Önnur ástæða er að hér á landi er jarð-
skorpan mjög þunn og sígur þess
vegna undan mjög háum fjöllum.
Þannig er það staðsetning íslands á
flekamótum ásamt þunnri jarðskorpu
sem hindrar okkur í að eiga hæstu fjöll
á Norðurlöndum og þótt víðar væri
leitað. Þetta útskýrði Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur fyrir
greinarhöfundi, en grundvallaratriðin
er að finna í Jarðfræði Þorleifs Einars-
sonar.
Að lokum má svo draga upp hina
haldgóðu kenningu um að ekki fari
saman magn og gæði. Það getur vel
verið að okkar fjöll séu ekki eins há og
fjöll sumra annarra. Hitt er bjargföst
sannfæring mín að hér eru fallegustu
fjöll í heimi miðað við hæð og fólks-
fjölda. Þetta eru okkar fjöll. ♦
Páll Ásgeir Asgeirsson er blaðamaður í lausamennsku
og hefur gengið á nokkur hœstu fjöll landsins.
16