Ský - 01.06.1997, Side 20

Ský - 01.06.1997, Side 20
95 Undanfarin átta ár hefur Ragnar Axelsson Ijósmyndari ferðast til Grænlands og tekið myndir af landi og þjóð. Enda þótt aðstæður til myndatöku séu erfiðar á Grænlandi vegna vondra veðra og gífurlegs kulda segist hann ekki vera nein hetja, heldur bara hafa heillast af landi og þjóð. „Það sem ég er að gera er lítið mál, strákarnir sem gengu á Everest, það eru hetjur,“ segir Ragnar. Huldar Breiðfjörð spjallaði við hann um Grænlandsáhugann og Ijósmyndaralífið. Heyrðu það er allt á hvolfi hjá mér í dag, geturðu hringt í mig á morgun?" sagði Ragn- ar þegar ég hringdi í Itann fyrst og falaðist eftir viðtali. ..Ókei." svaraði ég. ..Heyrðu það er allt brjálað í dag aftur, má ég hringja í þig á morg- un?" sagði Ragnar þegar ég hringdi i hann daginn eftir. ..Ókei." Og daginn eftir. þegar ég var búinn að gefast upp á því að bíða et'tir að Ragnar myndi hringja. tók ég upp símtólið. ..Æ. fyrir- gefðu, ég gleymdi mér. það er allt brjálað í dag aftur. ég þarf að fljúga yfir einhverja Slysavarnarfélagsbáta sem eru að koma inn. svo eru tveir fundir niðri í bæ og svo þarf ég að framkalla." ..Ókei." ..En heyrðu, ég finn tíma. má ég hringja í þig seinna í dag?" „Ókei." Hanti hringdi svo seinna um daginn. Ókei. Grænland Þegar við svo loksins hittumst skildi ég af hverju hann kallar sig RAX. Það er ekki bara flott stytting á nafninu hans, heldur er hann einhvern veginn þannig. RAX! Útitekinn og brosmild- ur, hress og stressaður. Orkubolti á stöðugum þönum. Hann er RAX. Þegar við höfðum komið okkur fyr- ir á skrifstofunni hans bauð hann mér upp á kók og áður en ég náði að hefja viðtalið þaut hann tít aftur. RAAAX...! En kom STRA.X! aftur með aðra kók handa sér. settist í stólinn og dró djúpt andann. Eg notaði tækifærið og spurði: 18

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.