Ský - 01.06.1997, Qupperneq 22

Ský - 01.06.1997, Qupperneq 22
Rax Af hverju þessi mikli Grœnlands- áhuei? Ég fór fyrst fyrir fimmtán árum í dagsferð til Grænlands og heillaðist svo sem ekkert voðalega af landinu þá. En svo byrjaði ég að lesa bækur eftir heimskautafarana Knut Rasmussen og Peter Freuchen. Þeir ferðuðust mikið um landið og skráðu niður sögur Inúíta. Og þegar ég las þessar bækur fór ég að sjá landið í dálítið öðru ljósi. Arni Johnsen var líka að vinna á Mogganum á þessum tíma og hann hafði farið víða um Grænland og sagði manni sögur af því hvemig þetta væri allt saman. Mér fannst landið alltaf meira og meira heillandi og fyrir mig sem ljósmyndara var þetta sérstaklega spennandi staður til að mynda á. Svo fyrir átta árum byrjaði ég að fara reglu- lega til Grænlands og hef farið þangað einu sinni, og stundum oftar, á ári síð- an. Myndin sem enn hefur ekki náðst Hvað var það sem heillaði þig svona? Mig langaði að fara og finna al- mennilega fyrir því hvernig veiði- mennimir lifa. Verða kalt og svangur. Þeir sem fara til Grænlands fara yfir- leitt á sumrin, en mig langaði að fara að vetri til og mynda lífið eins og það verður erfiðast á þessum slóðum, prófa að takast dálítið á við landið og vita ekki alveg hvað ég væri að fara út í. Enda komst ég fljótlega að því að þeg- ar maður er þarna verður maður að stóla algjörlega á sjálfan sig og veiði- mennina sem maður er í för með. En auðvitað heillaði landslagið og menn- ingin ekki síður. Öll gömlu hrörlegu húsin, lifnaðarhættir fólksins og öll þessi myndrænu andlit. Það er saga í sérhverju grænlensku andliti. Hvernig ganga þessar ferðir fyrir sig? Það er í rauninni engin ferð eins. Fyrst fór ég inn í þorpin, bjó með inn- fæddum og tók myndir af lífinu þar. Svo þegar ég fór að kynnast fólkinu byrjaði það að benda mér á veiðimenn sem voru að leggja upp í ferðir út á ís- inn og þá fékk ég að slást með í för. Og þá fer það eftir því hvernig veiðar er verið að fara á hvernig ferðin er. En dagamir í þessum ferðum eru yfirleitt ekki mjög fjölbreyttir. Það er ferðast á hundasleðum og ekið allan daginn í leit að bráð. Öðru hverju er stoppað og hitað te, en svo keyrt áfram, kannski skotinn selur og svo stoppað aftur við einhvern ísjaka og leitað að sporum eða meira te hitað. Það er enginn asi á mannskapnum. Allt í kringum mann er auð- vitað ekkert nema snjór og suma dagana er enga bráð að finna og því lítið að gerast. Svo er annaðhvort gist í tjöldum eða veiðikof- um. Stundum þarf líka að hvíla hundana í heilan dag og þá er ekkert að gera nema bíða. Þannig að þetta getur stundum reynt á þolinmæðina. Ég hef lengst verið í þrjár vik- ur í svona ferð og þá vorum við að veiða hvali og leita uppi ísbimi. Ég er reyndar búinn að reyna í átta ár að ná mynd af veiðimönnum veiða ísbjörn og ekki tekist það enn. Ég hef séð þá nokkra, en það er miklu meira mál en maður heldur að ná þeim, því að þeir fara hratt yfir og eins komast sleðarnir ekki alltaf á eftir þeim út á ísinn, en birnimir fara bara niður úr og synda burt. Enda getur ís- bjarnaveiðiferð tekið allt að þrjá mán- uði og ég hef ekki efni á að vera svo lengi. Það er frekar dýrt að ferðast á þann hátt sem ég hef gert. Það eitt að leigja hundasleða kostar til dæmis tíu þúsund krónur á dag. Það hefði verið ómögulegt að standa í þessu án þess að hafa Morgunblaðið sem bakhjarl. Þá hef ég fengið ýmsa styrki og svo hef ég þurft að selja hluta af græjunum mínum til þess að kljúfa kostnaðinn. Grænlendingar eru miklir húmoristar Eru þetta ekkert einmanaleg ferða- lög? Jú, þau geta orðið jafneinmanaleg og þau geta verið spennandi. En það er bara partur af þessu öllu saman. Mat- urinn getur líka orðið mjög fábreyttur, stundum lendir maður í að borða sel- kjöt í öll mál. Mest fer þó í taugamar á mér þegar mér finnst ég vera að taka sömu myndimar dag eftir dag meðan ég er að bíða eftir að eitthvað gerist. En ég er ekki að kvarta. Landið virkar á mig eins og segulstál og mig langar alltaf til að fara þangað aftur. Hvernig er að taka myndir í svona kulda? Það getur verið erfitt. Manni verður ískalt á höndunum þegar maður er að skipta um filmu. Filmumar eiga það til að brotna vegna kuldans og eins þarf að passa vel upp á að ekki setjist móða innan á glerin á linsunum því það er erfitt að ná henni af aftur. Kuldinn sjálfur sést ekki alltaf á myndunum, en það er ögrandi að reyna að ná honum með. Hvernig fólk er Grœnlendingar? Þeir eru dálítið lokaðir og feimnir, en það er ekkert stress á þeim þrátt fyr- ir erfitt líf. Þegar þeir finna að manni er treystandi verða þeir miklir vinir manns. Ef maður étur það sem þeir éta og sýnir þeim sjálfsagða virðingu em þeir fljótir að taka mann í sátt. Og þá koma í ljós miklir húmoristar. Ég hef aldrei orðið var við annað en þeir beri mikla virðingu fyrir Islendingum, en aftur á móti virðast þeir sumir dálítið fúlir út í Dani. En auðvitað em Græn- lendingar misjafnir eins og fólk er alls staðar. Selveiðar og sjónvarpsgláp Hvernig er að ferðast með veiði- mönnunum? Maður getur alveg ímyndað sér að fólk haldi þá hálfgerða aula þegar það kynnist þeim fyrst. En þegar þeir eru komnir út á ísinn breytast þeir í stór- kostlegar hetjur og þá fyrst sér maður hvað þessir litlu og pattaralegu menn eru stórir í raun og veru. Þar er allt pottþétt hjá þeim og svo öruggt að ég færi með þeim til tunglsins ef þeir kæmust þangað á hundasleða. En veiðimennimir em engu að síð- ur misgóðir. Þeir sem lifa eingöngu á veiðum og eru bestir búa á Thule- svæðinu og við Scoresbysund. Þar em menn sem virðast hafa yfimáttúrlega skynjun. Einn þeirra sem ég ferðaðist með heyrði þegar hvalirnir voru að koma. Þá stoppaði hann og beið og það liðu aldrei meira en tíu mínútur þar til hvalur birtist. Hann virtist líka finna á sér ef það var ísbjöm í grennd- Þegar veiðimennirnir eru komnir út á ísinn breytastþeir í stórkostlegar hetjur og þáfyrst sér maður hvað þessir litlu og pattaralegu menn eru stórir í raun og veru. Þar er alltpottþétt hjáþeim ogsvo öruggt að égfœri með þeim til tunglsins efþeir kœmust þangað á hundasleða. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.