Ský - 01.06.1997, Page 26

Ský - 01.06.1997, Page 26
Nýrkafli í flugsögu Islands Flugfélag íslands er án efa öfl- ugasta flugfélag sem starfað hefur hér innanlands. Floti fé- lagsins inniheldur ellefu flug- vélar, starfsmenn eru rúmlega tvö hundruð talsins og ársveltan er áætluð um tveir milljarðar. Félagið gerir ráð fyrir því að flytja um 300.000 farþega á ári, um 285.000 í innanlandsflugi og 15.000 á leiðunum milli íslands annars vegar og Grænlands og Færeyja hins vegar. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af stofnun félagsins vegna skilyrða sem Samkeppnisráð setti stofnendum þess, Innanlandsflugi Flugleiða og Flugfélagi Norðurlands, í úrskurði sín- Þann 1. júní urðu ákveðin kaflaskipti í flugsögu íslands þegar Flugfélag íslands hóf rekstur. Hér ræðir Jón Kaldal við Pál Halldórsson, fram- kvæmdastjóra félagsins, um ýmsa þætti í starfsemi þess og lítur yfir breytt umhverfi í innanlandsfluginu. um. Forráðamenn beggja félaga hafa hins vegar ákveðið að láta slag standa og hefja rekstur Flugfélags íslands, en úrskurði Samkeppnisráðs hefur verið áfrýjað til Áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Eru forráðamenn hins nýja félags bjartsýnir á að tillit verði tekið til þeirra raka sem þeir lögðu fyrir Áfrýjunamefndina. Frelsi á öllum flugleiðum Fullt frelsi á öllum stærstu flugleið- um innanlands kemur til framkvæmda þann 1. júlí 1997, samkvæmt ákvæð- um samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. I kjölfar þess mun um- hverfi innanlandsflugsins breytast 24

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.