Ský - 01.06.1997, Page 37

Ský - 01.06.1997, Page 37
Drottningar Andrúmsloftið í hópnum var sérstaklega vinalegt. Sigríður Kjartansdóttir tekur mynd af Eddu Hilmarsdóttur. Harpa Lind Harðardóttir (til vinstri), sem valin var Fegurðardrottning íslands, og Guðrún Hildur Jónsdóttir fylgjast með. Það þurfti ekki síður að taka til hendinni í eldhúsinu en í búningsherbergjunum. Baksviðs. Að baki glæsileik- ans, fyrir framan miskunnar- lausa speglana. Tómar Asti Gancia-freyðivínsflöskur hér og þar, einn, tveir tappar við hliðina á kinnalitnum, glossinu og púðrinu. Heillaóskablómvendir, kampavínsglös með varalitskossum, gervineglur, vaselín og nuddolía, augnblýantur og herðatré breyta búningsherberginu í lifandi málverk eftir Picasso. Stelpur á skrafi. Þetta er kvennaheimur. „Ég bjóst við að þetta yrði meira stressandi en það er. Þetta er bara mjög skemmtilegt. Maður segir bara við sjálfan sig: „Ég er falleg!“ Og það fær mann til að brosa, svo hrósum við stöðugt hver annarri og það eykur sjálfstraustið. Það er líka gott að kynn- ast nýju fólki og eignast nýja vini,“ segir Dúna Rut Karlsdóttir frá Flúðum, ein fegurðardrottninganna tuttugu. „Þessar stelpur eru allar sérstakar. Hver og ein á skilið að hljóta titil. Andrúmsloftið er sérstaklega afslapp- að,“ segir kynnir kvöldsins, Bjarni Olafur Guðmundsson. Farðaðar konur, kitlandi krullur, loftið titrar af hárlakksangan og ilm- vatnslykt. Gull og silfur fanga ljósið, leiftra á hunangslitaðri húð. Geislandi bros, perluhvítar tennur, augu eins og tærustu lækir, grænir eða bláir. Skipt um föt. Tælandi svört bikini- baðfötin reyna á sjálfstraustið. Tauga- óstyrkir englar stíga inn í sviðsljósið. Popp. Korktappi svífur eins og loft- steinn á himinhvolfinu, freyðandi foss, svo er skellt upp úr og andvarpað af létti. „Ég er ánægð með að baðfatahlut- 35

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.