Ský - 01.06.1997, Síða 38

Ský - 01.06.1997, Síða 38
Drottningar Kvöldverðargestir á krýningarkvöldinu voru 460 talsins og hafði starfsfólk i eldhusi og þjónstufólkið því í nægu að snúast. inn er búinn. Það er erfitt að koma fram þannig klædd,“ segir Sigurbjörg Jónsdóttir frá Sandgerði og lagar axlahlýrana á glæsilegum kvöldkjólnum sínum. Meira hárlakk, krullujám og rúllur, hárspennur milli tanna, psssssst... og fleiri lakkbrúsar fara tómir á gólfið, kipraðar varir í öllum tilbrigðum af rauða litnum. Lófarnir rakir af spennu. „Heyrðu,“ segir ein Öskubuskan, „getur þú hjálpað mér að spenna skóna?“ Kjól lyft upp fyrir ökkla, hreyfingamar tígulegar. „Eg sá pabba þegar ég gekk fram á sviðið. Eg sá hversu stolt- ur hann var, ég sá að hann var næstum því klökkur. Það var punkturinn yfir i-ið á deginum, ekkert hefði getað gert mig ánægðari,“ segir Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir frá Eskifirði, alsæl og afslöppuð. Við dyrnar baksviðs er ungur maður með gjöf í fanginu handa sinni heittelskuðu, pakkað inn eins og blómvendi, gnægð hinna forboðnu ávaxta; súkkulaði og sæl- gæti. „Þetta er handa kærustunni minni,“ útskýrir hann fyrir dyra- verðinum, „hún hefur ekki bragðað neitt svona í tvo mánuði." Gary Wake blaðamanni Skýja leiddist ekki ífélagsskap stúlknanna, en hann varfeginn að þurfa ekki aðfara á svið íbaðfötum einum klœða. Úrslitin liggja fyrir og stúlkurnar eru flognar í faðm fjölskyldu og vina. Freyðivínið í flöskunum er orðið flatt og líflaust eins og yfirgefin búningsherbergin. 36

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.