Ský - 01.06.1997, Side 63

Ský - 01.06.1997, Side 63
LJÓSM.: HALLDÓR KOLBEINS í FLUGTAKI Berglind Ólaf sdéttir Þokkagyðjan Berglind Ólafsdóttir hefur, að sögn umboðsmanns hennar, vakið mikla athygli í kvikmyndaheiminum og er nú á leið í ieiklistarnám í Hollywood. Berglind er íslendingum ekki ókunn, er þekkt í tísku-og módelbransanum; hún varð í þriðja sæti í Ford-fyrirsætukeppninni, bartitlana Ungfrú Hafnarfjörður, Reykjavík og Ibiza og varð svo í fjórða sæti sem Ungfrú ísland. Nýjasta fjöðrin í hatt hennar er góður árangur í keppninni um titilinn Hawaian Tropic-stúlka ársins 1997. að var ekki þrautalaust að hafa upp á Berglindi, enda er hún upptekin manneskja. Berglind vakti mikla lukku í í Hawaian Tropic-keppninni, sem að sjálfsögðu var haldin á Hawai, og var valin Ijós- myndafyrirsæta keppninnar. Hún segir að sá titill hafi opnað margar dyr. Eini vandinn sé sá að svo margt standi til boða. Fyrir utan persónutöfra var það höfuðatriði í keppninni að líta vel út á bikini til að geta auglýst vörur fyrirtækisins og það gerir Berglind svo sannarlega. Blaðamaður Upphátts rétt missti af Berglindi í Los Ang- eles, en seiðandi rödd á símsvara sagði Hawaian Tropic- stúlkur ekki vera viðlátnar: „We are out, either sunbathing or becoming movie stars.“ Þegar loks hafðist upp á Berglindi var hún í Frakklandi á leið á Cannes-kvikmyndahátíðina og vildi sem minnst gefa út á skilaboðin á símsvaranum. Ytra gengur Berglind undir nafninu Icy, ekki vegna sér- staks áhuga hennar á vodkategundinni heldur vegna upp- runa síns. Að sögn Ron Rice, eiganda Hawaian Tropic, vakti Berglind feikilega athygli í Cannes. „She is tall and blonde and a very positive person. When she walks into a room she tums heads. Here celebrities seem to flock to her.“ Rice segir kvikmyndagerðarfólk vera mjög áhugasamt og sér kæmi ekki á óvart að hún ætti eftir að ná langt á því sviði fyrr en síðar, slíkur tjöldi fyrirspurna hafi komið til sín um hana. Fjölmiðlafólk hafi vart haldið vatni af hrifningu og slíkt sé alltaf góðs viti. Sjálf segist Berglind hafa fengið góðar viðtökur úti, bæði í Englaborginni og Cannes. „Ég er búinn að hitta ótrúlega mikið af frægu fólki hérna. Hugh Grant, Sylvester Stallone, Demi Moore og marga fleiri. Ég dansaði meira að segja við Albert prins af Mónakó um daginn. Hann var hinn viðkunnanlegasti.“ Hvert er þá framhaldið, hvað skyldi taka við hjá Berg- lindi? „Eins og málin standa í dag þá fer ég til LA í byrjun sumars og ætla að hefja nám í leiklistarskóla, þar sem áhersla er lögð á kvikmyndaleik. Það er líklega best að reyna að ná betri tökum á hreimnum. Mér hafa borist all- mörg tilboð, en ætla að taka því rólega og æða ekki út í eitthvað. Námið þarna ætti að nýtast mér vel og vonandi get ég unnið eitthvað með því.“ Þar sem Berglind hefur verið iðin við að sigra í fegurð- ar- og módelkeppnum er ekki úr vegi að spyrja hana hvort hún upplifi sig sem einhvers konar barbístelpu. „Nei, ég er ekki barbístelpa. Ja, kannski í útliti en ekki innræti, ég hef alltaf verið frekar mikill strákur í mér. Finnst gaman á snjóbrettum og þess háttar.“ En hvemig er það, er einhver Ken í spilinu? „Nei, það er enginn Ken í spilinu, en maður hefur nú augun opin ef hann skyldi birtast. Annars eru hinir íslensku Kenar miklu betri en þeir útlensku.“ Það var Sigurður Ágústsson, sérlega gott eintak af íslenskum Ken, sem hafði upp á og talaði við Berglindi Olafsdóttur. 61

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.