Ský - 01.06.1997, Síða 65

Ský - 01.06.1997, Síða 65
 I sundi við Norður-íshaf Krossneslaug á Ströndum LJÓSM.: PÁLL STEFÁNSSON engra norður Strandir verður ekki komist; fram hjá Ojúpuvík, Gjögri, Trékyllisvík og fyrir Norðurfjörð. Og þar bíður algjör paradís, Kross- neslaug á Ströndum. Parna eru víða heitar lindir eins og kennileitin Reykjar- fjörður, Reykjarnes og Reykjarneshyrna bera með sér. Árið 1953 var byggð sundlaug við bæ- inn Krossnes, alveg niður í sérstæðri og mjög fallegri fjöru, sundlaug sem er tólf og hálfur metri á lengd og sex á breidd. Og útsýnið frá heitri lauginni er beint út á Norður-íshafið. Hvað er betra? PS Handverk í hávegum haft Óvenjulegir munir í Kviku við Skólavörðustíg „Við erum aðallega að gera það sem okkur finnst fallegt og lítið að spá í hvort það passi til dæmis fyrir ferðamennina með því að flétta einhverri sögu inn í gerð hlutanna,“ segir Örn Ingólfsson, hand- verksmaður í Kviku, verkstæði við Skólavörðustíg sem jafnframt er verslun þar sem til sölu er ýmis skemmtilegur og óvenjulegur vam- ingur eftir Öm sjálfan, Erlu Þórarinsdóttur og G. Erlu. Sjálfur vinnur Örn aðallega með nautsleður og býr til dæmis til töskur og belti úr nautsleðri. G. Erla hefur búið til drengjaföt úr ull og pólýester, skreytt með fiskiskinni, en þessi fatnaður fékk önnur verðlaun í samkeppni um þjóðbúning fyrir íslenska karla á sínum tíma. Erla hannar fyrst og fremst höfuðföt, hatta og húfur, en hrá- efnið sem hún notar er annars vegar lambsskinn og hins vegar hlýraroð. Meðal athyglisverðustu muna í Kviku eru einmitt sjóhatt- ar úr hlýraroði eftir Erlu. Þetta eru forláta gripir, settir saman úr mörgum roðum, enda kosta þeir líka sitt: 14.600 krónur stykkið. Sjóhattur úr hlýraroði eftir Erlu Þórarinsdóttur. 63

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.