Ský - 01.06.1997, Side 66
Milli himins og jarðar
- segir Elsa B. Valsdóttir, formaður
Heimdallar sem útskrifast úr
læknisfræði nú í vor.
Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdallur,
er 70 ára um þessar mundir. í forsvari þar er Elsa B.
Valsdóttir og hefur hún ásamt félögum sínum staðið
fyrir margskonar uppákomum í tilefni afmælisins.
Elsa útskrifast úr læknisfræði frá Háskóla íslands nú í vor.
Miðað við ramakvein nemenda í faginu um erfiði námsins
hlýtur sú spuming að vakna hvort það hafi ekki verið snúið að
sinna bæði formennsku í Heimdalli og náminu?
„Þó að læknisfræðin sé mjög erfið og tímafrek, þá finnst
mér ekki nóg að sinna henni eingöngu. Heimur læknisfræð-
innar er einsleitur og lokaður. Mér hefur alltaf fundist bráð-
nauðsynlegt að umgangast fólk með önnur áhugamál og gera
eitthvað allt annað en að læra inn á milli.“
En skyldi ekki vera erfitt að halda úti starfsemi Heimdallar
og virkja fólk nú á okkar hugsjónalausu tímum?
„Við erum með okkar eigin blaðaútgáfu og gerum okkar
besta til að halda uppi málefnalegri umræðu um hin og þessi
mál á hugmyndafræðilegum grunni. Mér finnst það ganga
ágætlega innan félagsins, en það er erfiðara út á við. Það er
erfitt að útskýra hugmyndafræðilega baráttu í örfáum orðum í
fjölmiðlum," segir Elsa og bætir því við að fjölmiðlar hafi
miklu meiri áhuga á ímynduðum skoðanaágreiningi innan fé-
lagsins og flokksins en umræðu um hugmyndafræði, en ekki
sé hægt að setja samasemmerki milli vilja fjölmiðla og hins
almenna borgara.
„Þeir sem á annað borð velta stjórnmálum fyrir sér gera
það á hugmyndafræðilegum grunni frekar en eftir
flokkalínum. Ungt fólk nú til dags hefur hugsjónir alveg
eins og áður,“ segir hún.
Blikur eru á lofti í íslenskum stjómmálum, sameining
vinstri manna gæti verið á næsta leiti þó ekki séu enn sjá-
anleg nein greinileg teikn um það. Elsa segir línur milli
litlu flokkanna ekki vera skýrar, en Sjálfstæðisflokkurinn
skeri sig eindregið úr öðrum stjórnmálaflokkum. Því hef-
ur löngum verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé
einmitt aðeins samkrull margra stefna - margir litlir
flokkar í einum.
„Ég hef oft sagt að mesti styrkur en jafnframt mesti
veikleiki flokksins sé stærð hans, því að oft þarf að finna
málamiðlanir sem allir geta verið sáttir við. Það er þó ekki
hægt að nefna neinn annan stjómmálaflokk á íslandi sem
vinnur út frá ákveðinni gmnnstefnu, sama í hvaða mála-
flokki er, þó sú stefna komi misjafnlega skýrt fram.
Grundvallarstefnan er frelsi einstaklingsins og á því
byggjum við.“
Sjálfstæðisflokknum, sem hefur verið legið á hálsi að
eiga fáa kvenfulltrúa og hampa þeim lítið, gæti hug-
kvæmst að hafa Elsu ofarlega á lista í næstu kosningum.
Hvemig líst henni á það?
„Námið mun mjög líklega leiða mig til útlanda á næstu
árum, en meðan áhuginn og tíminn em fyrir hendi er mér
það heiður að fá að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn."
64