Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 10

Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 10
In and Out William Brackett (Kevin Kline) er leiklistar- kennari í smábænum Greenleaf í Indiana. Cameron Drake (Matt Dillon) er ung stór- stjarna í Hollywood sem hlýtur Óskarsverð- laun fyrir leik sinn í mynd um samkyn- hneígða menn í hernum. í þakkarræðu sinni tileinkar hann Brackett Óskarsverðlaunin og bætir því við að hann sé samkynhneigður. Þetta setur allt á annan endann í smábæn- um, ekki síst vegna þess að Brackett er í þann mund að ganga ( það heilaga. Hug- myndin að þessari mynd varð til er Tom Hanks tileinkaði leiklistarkennara sínum Óskarsverðlaunin sem hann hlaut er hann fór með hlutverk samkynhneigðs manns í Philadelphia. Kýlir mann áfram Hildur Óttarsdóttir debuterar með íslenska dansflokknum Fyrsta sýningin á 25. afmælisári ís- lenska dansflokksins eru þrjú samtvinnuð verk, tvö eftir Ed Wubbe og eitt eftir Richard Wherlock. Báðir þessir danshöfundar eru risar í balletheiminum og nöfn þeirra þekkt. Nafn Hildar Óttarsdóttur er minna þekkt. Fyrir þremur árum, þegar hún var sautján ára, fór hún út í sænska balletskólann. Síðastliðið vor lauk hún náminu og er nú komin og debuterar með íslenska dansflokknum í sýning- unni. Hvernig var að koma heim? „Ég var orðin dálítið þreytt á að vera úti og langaði að koma heim. Þannig að það var fínt að koma aftur, en auð- vitað þurfti ég að skilja við alla vinina og maður hefur taugar út líka.“ En þú hefur frekar viljað koma heim en reyna fyrir þér úti? „Maður getur alltaf farið út aftur. Það er fínt að fá smáreynslu hérna heima og fara svo út þar sem sam- keppnin er miklu harðari og þó að maður fái stöðu einhvers staðar er ekkert víst að maður fái að taka þátt.“ Undirbýr balletdansari sig eins og leikari fyrir hlutverk? „Það fer mjög mikið eftir hlutverk- inu. í hlutverkunum í þessum verkum er ekki söguþráður i gegn og ég er ekki í hlutverki einhvers ákveðins karakters. En það er auðvitað æft stíft eins og í leikhúsinu. Katrín Hall stýrir þessu öllu ásamt aðstoðarmönnum höfundanna og svo koma höfundarnir sjálfir og verða með okkur vikuna fyrir frumsýn- inguna." Og hvernig leggst það í þig að stíga á svið með íslenska dansflokknum? „Það leggst mjög vel í mig, verkin eru mjög góð og spennandi að taka þátt í þeim. Auðvitað er ég dálítið stressuð en það kýlir mann áfram.“ En hvernig líst þér á það sem er að gerast i dansinum hér heima? „Mjög vel. Það er ótrúlega mikið búið að gerast og stefna íslenska dansflokksins er mjög góð. Hann er kominn meira inn í nútímadans og öll þróun er í nútímadansi. Úti byrjaði ég í klassíkinni en skipti fljótlega yfir á nú- tímadansbraut því þeim megin er allt að gerast." Hefur landinn skilning á þessu list- formi? „Þeir voru dálítið tregir til fyrst. En Katrín er búin að gera góða hluti og ís- lendingar eru að taka við sér.“ En er ekkert erfitt að hafa ofan af fyrir sér sem balletdansari? „Rétt eins og í öllum listum, þá reddast þetta." Kiss the Girls er gerð eftir samnefndri metsölubók James Patter- son. Fjallar um æsilegt kapphlaup lögreglumanns- ins og réttarsálfræðingsins Alex Cross, leikinn af Morgan Freeman, við að finna frænku sína sem hef- ur verið rænt. Cross er utan sinnar lögsögu og er ekki vel tekið af yfirvöldum North Carolina sem er vettvangur sögunnar. En Cross getur ekki látið það á sig fá þar sem sjö stúlkur eru horfnar og tvær af þeim hafa þegar fundist látnar. Leikstjóri er Gary Fleder, en hann er best þekktur fyrir hina óvenjulegu mynd: Things to do in Denver when you are dead. Flubber Það er stórleikarinn Robin Williams sem fer með aðalhlutverkið í Flubber, en myndin er gerð af John Hughes, framleiðanda og leik- stjóra Home Alone-myndanna. Hér er á ferðinni endurgerð á The Absent Minded Professor frá árinu 1961 og fjallar myndin um hrakfarir vísindamannsins Phillip Brainard. í tvígang hefur hann gleymt að mæta í eigið brúðkaup og hefur kærasta hans gefið honum EINN SÉNS ENN til að giftast sér. Á þessum mikilvægasta degi ævi sinnar tekst Brainard síðan að uppgötva slímið Flubber og missir síðan af eigin brúð- kaupi - enn einu sinni. Seven Years in libet Árið 1939 fór austurískur fjallgöngumaður að nafni Heinrich Harrer og félagi hans, Peter Aufschnaiter, til Himalayafjalla að klffa fjallið Nanga Parbat. Eftir að hafa glímt við fjallið var Heinrich fangaður af Bretum og settur í fangabúðir. Þaðan tókst honum að flýja ásamt Peter og voru þeir félagar tvö ár að brjótast yfir Himalayafjöllin til Tíbet, nær dauða en lífi. Þar hitta þeir trúarleiðtoga landsins, ungan dreng að nafni Dalai Lama. Brad Pitt fer með hlutverk Heinrich Harrer í þessari mögnuðu mynd. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.